Fara í efni

Sveitarstjórn

640. fundur 18. október 2018 kl. 17:00 - 17:00 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2018, 18. október kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til aukafundar nr. 187 í Ásgarði kl. 17:00.

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) 2. varamaður í forföllum, Guðmundar Davíðssonar 1. varamanns og Guðnýjar G Ívarsdóttur og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) sem ritaði fundargerð.

 

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.      Drög að samstarfssamningi um fjarskiptainnviði við Reykjavíkurborg.

Afgreiðsla: Samningur lesinn upp og ræddur. Hreppsnefnd samþykkir samhljóma að veita KMK umboð til að skrifa undir fyrirlagðan samstarfssamning um fjarskiptainnviði milli  Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar.

 

2.      Breytingar á skrifstofu Kjósarhrepps.

a.       KMK upplýsti að GGÍ hefði ekki samþykkt fyrirliggjandi tilboð um nýtt starf. 

Afgreiðsla: KMK falið að ganga frá orlofsuppgjöri og öðru tilfallandi.

b.      Nýr samningur við KMK kynntur og lagður fram til samþykktar.

Afgreiðsla: Samþykktur samhljóða. KMK sat hjá eðli málsins samkvæmt,

c.       Lögð fram tillaga að nýjum samningi við SKÁ.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd veitir KMK heimild til að ganga til samninga við Sigríði Klöru Árnadóttur um hlutastarf fyrir hreppinn samhliða störfum hennar fyrir Kjósarveitur.

d.      Breyttur opnunartími skrifstofu Kjósarhrepps tekur gildi frá og með 1. nóvember og verður sem hér segir:  mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15, lokað verður á föstudögum.

 

3.      Önnur mál.

KMK tilkynnti að starf skipulags- og byggingarfulltrúa verður auglýst um helgina.

 

 

 

Fundi slitið kl: 18:27 RHG