Fara í efni

Sveitarstjórn

651. fundur 27. nóvember 2018 kl. 19:00 - 19:00 Eldri-fundur

Árið 2018, 27. nóvember kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til aukafundar nr. 189 í Ásgarði kl. 19:00.

 

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) ritaði fundargerð.

Guðný G. Ívarsdóttir (GGÍ) boðaði forföll án skýringa, Guðmundur Davíðsson fyrsti varamaður og Sigurþór I Sigurðsson annar varamaður gátu ekki mætt í forföllum GGÍ. Ekki náðist í tíma að boða inn þriðja varamann.

 

Dagskrá:

 

1.      Fjárhagsætlanir.

         a.       Forsendur fjárhagsáætlunar 2019.

         Afgreiðsla: Farið yfir breytingar á forsendum fjárhagsáætlunar 2019

 

         b.      Fyrri umræða fjárhagsáætlunar 2019 -2022.

         Afgreiðsla: Drög að fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2019-2022 lögð fram til kynningar.

 

 

2.      Önnur mál.

         a.       Umsóknir um starf byggingarfulltrúa.

         Afgreiðsla: KMK kynnti stöðu mála.

 

 

Fundi slitið kl: 22:10 RHG