Fara í efni

Sveitarstjórn

655. fundur 13. desember 2018 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2018, 13. desember kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 191 í Ásgarði kl. 16:00.

 

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Guðný G Ívarsdóttir (GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1.      Fjárhagsáætlanir.

a.      Síðari umræða fjárhagsáætlunar 2019 -2022.

Hreppsnefnd samþykkti álagningarforsendur og gjaldskrár fyrir árið 2019. Sjá sér skjal með forsendum álagningar: HÉR

 

Allar breytingartillögur sem lagðar voru fram fyrir fundinn og fram komu á fundinum voru samþykktar.

 

Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2019:

Heildartekjur á A hluta eru áætlaðar 229,9 m.kr.

Heildargjöld eru áætluð 195,6 m.kr. Þar af eru launagjöld 35,5 m.kr. ,annar rekstrarkostnaður 157,7 m.kr. og afskriftir 2,4 m.kr.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er áætluð 34,3 m.kr. og 30,8 m.kr. er endanleg rekstrarniðurstaða.

 

2.      Mál frá viðburða- og menningarmálanefnd.

Afgreiðsla:

Liður 1. Hreppsnefnd samþykkir að veita fjárstyrk að upphæð 100.000 kr. vegna skötuveislunnar og ráða starfsmann til að aðstoða við veisluhöldin.

Liður 2. Hreppsnefnd samþykkir að greiða kostnað vegna tónlistarflutnings að upphæð 80.000 kr. á jólatrésskemmtunni, sjá um brennuna, jólatré og jólasvein.

Liður 3. Hreppsnefnd samþykkti breytingatillögu á pöntun á borðum fyrir Félagsgarð.

Liður 4. Hreppsnefnd samþykkti tillögu að breyttum opnunartíma bókasafnsins.

 

3.      Önnur mál.

a.       Samningur Kjósarhrepps og Mosfellsbæjar. Umræða um endurnýjun samningsins.

b.      Snjómokstur, rætt almennt um snjómokstur og þjónustu við íbúa og sumarhúsaeigendur.

 

Fundi slitið kl: 20:00 RHG