Fara í efni

Sveitarstjórn

656. fundur 08. janúar 2019 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2019, 8. janúar kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 192 í Ásgarði kl. 16:00.

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Guðmundur Davíðsson fyrsti varamaður í fjarveru Guðnýjar G Ívarsdóttur (GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) ritaði fundargerð.

 

Dagskrá:

 

1.      Bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga dags. 4.12.2018.

Afgreiðsla: Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga staðfestir móttöku svarbréfs Kjósarhrepps dags. 7. nóvember 2018, við upplýsingabeiðni í bréfi 10. október 2018.
Niðurstaða nefndarinnar er að miðað við upplýsingar sveitarfélagsins sé skuldahlutfall Kjósarhrepps 30% og standist þannig 150% skuldaviðmið sveitarstjórnarlaga.

 

2.      Samþykkt tillaga að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til auglýsingar.

Afgreiðsla: Kjósarhreppur gerir engar athugasemdir við svæðisskipulag vegna Álfsnes en ítrekar fyrri athugasemdir frá hreppnum vegna efnistöku í Hvalfirði. Samþykkt að þetta fari í auglýsingu.

 

3.      Systkinaafsláttur fyrir dvöl á frístund.
         Kjósarhreppi barst bréf með fyrirspurn um systkinaafslátt þvert á skólastig.

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Málinu vísað til skoðunar hjá Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd.

 

4.      Ljósleiðarinn. Staða á framkvæmdum.

Afgreiðsla: Lagningu röra frá Kiðafelli niður á Kjalarnes er lokið. Útboð vegna blásturs er í vinnslu og reiknað með að því ljúki í vikunni.

 

5.      Hluthafafundur Leiðarljóss ehf. 10.1.2019.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir samhljóða að oddviti fari með umboð Kjósarhrepps til að fara með atkvæði hreppsins á hluthafafundi Leiðarljóss. Rætt var um væntanlegar breytingar á samþykktum varðandi fjölda stjórnarmanna og breytingar á stjórn félagsins.

 

6.      Starfsmannamál Kjósarhrepps.

a.      Erindi GGÍ 22.11.2018 tekið til afgreiðslu.

                 Afgreiðsla: Tillaga oddvita samþykkt.

b.      Tillaga um ráðningu starfsmanns við fjármálaumsýslu lögð fram.
                Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkir tillöguna.

c.       Ekki hefur enn tekist að ráða í starf byggingarfulltrúa. Verið að meta hvort auglýsa þurfi á ný.  

 7.      Önnur mál.

a.      Umræða um stöðu sorpmála í sveitarfélaginu. Umhverfisnefnd er með þessi mál í vinnslu. 

b.      SKÁ upplýsti um stöðu á vinnu við nýja heimasíðu og íbúagátt.

 

8.      Mál til kynningar.

a.      Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis 42. fundur 20.12.2018.

b.      Stjórn SSH 462. fundur.

c.       Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 865. fundur.

d.      Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 866. fundur.

 

Fundi slitið kl: 18:00 RHG