Fara í efni

Sveitarstjórn

666. fundur 26. febrúar 2019 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2019, 26. febrúar kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 194
 í Ásgarði kl. 16:00.

 

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK) oddviti,  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Guðmundur Davíðsson (GD) fyrsti varamaður í fjarveru Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur (RHG), Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) annar varamaður í fjarveru Guðnýjar G Ívarsdóttur (GGÍ).
Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritaði fundargerð í fjarveru RHG fundarritara.

 

Dagskrá:

 

 

1)      Starfsmannamál á skrifstofu Kjósarhrepps.

a)      Ósk GGÍ um uppgjör vegna starfsloka sinna á skrifstofu Kjósarhrepps

Afgreiðsla: KMK fór yfir álit Sambands íslenskra sveitarfélaga. Oddvita falið að ljúka málinu.

b)      Staðan á ráðningu Skipulags- og byggingafulltrúa.

Afgreiðsla: Auglýst var aftur og verið að vinna í málinu.

c)      Staðan á ráðningu starfsmanns í fjármálaumsýslu hjá Kjósarhreppi.

Afgreiðsla: Lögð var fram umsögn Capacent um umsækjendur. Oddviti mun ganga frá ráðningu Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur.

2)      Önnur mál.

a)      Engin önnur mál

Fundi slitið kl: 17:01 - SKÁ