Fara í efni

Sveitarstjórn

680. fundur 02. apríl 2019 kl. 16:00 - 16:00 Eldri-fundur

Kjósarhreppur

 

Árið 2019, 02. apríl kom hreppsnefnd Kjósarhrepps saman til fundar nr. 196
 í Ásgarði kl. 16:00.

Eftirtaldir sátu fundinn: Karl Magnús Kristjánsson (KMK),  Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ), Guðmundur Davíðsson (GD) fyrsti varamaður í forföllum Guðnýjar G Ívarsdóttur (GGÍ) og Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) sem ritaði fundargerð.

 

KMK óskar eftir því við upphafs fundar að gerð verði breyting á áður auglýstri dagskrá.

Undir lið 11. Áform um skerðingu framlaga í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Undir lið 12. Tilnefning fulltrúa í Minjaráð Reykjavíkur og nágrennis.

Undir lið 13. Erindi Polestar slf. Varðandi útleigu á Hvammsbraut 3.

Breytingar á dagskrá samþykktar.

 

Dagskrá:

 

1.      Fundargerðir nefnda.

a)      Viðburða- og menningarnefnd 16.3.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 13. lögð fram.

Liður 2. Bókasafnið, Kátt í Kjós, 17. júní, þrettándagleði eru viðburðir sem sveitafélagið styrkir sérstaklega eins og undan farin ár. Sækja þarf um aðra viðburði sem samfélagsstyrk sem er áætlaður samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 1.600.000 kr.  

Liður 3: Ákvörðun frestað og óskar nefndin eftir nánari upplýsingum um erindið. Að því fengnu er lagt til að fundað verði með nefndunum um málið.

 

b)      Umhverfisnefnd 05.03.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 9. lögð fram.

 

b.1) Umhverfisnefnd 13.03.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 10. lögð fram.

 

b.2) Umhverfisnefnd 26.03.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 11. lögð fram. KMK les upp tillögur nefndarinnar um breytingar á fyrirkomu sorphirðumála. Hreppsnefnd tekur sér frest til að kynna sér tillögurnar nánar.

 

c)      Samgöngu- og fjarskiptanefnd 26.3.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 6 lögð fram, RHG gerði grein fyrir fundargerðinni og var ákveðið að boða til fundar með Svani Bjarnasyni svæðisstjóra og einnig rætt um að fá Sigurð Inga Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til fundar til að ræða auknar áherslur á fjárheimildum til vega þar sem skólaakstur fer fram.  

 

d)      Skipulags- og byggingarnefnd 25.3.

Afgreiðsla: Fundargerð nr. 122 lögð fram, byggingarmál. Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

 

Skipulagsmál

01.  Elín Þórisdóttir arkitekt óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Ennfremur leggur hún fram deiliskipulag fyrir lóðina Möðruvellir 14 landnr. 126449 sem í kjölfar aðalskipulagsbreytingar  verði íbúðarhúsalóð. Lóðin sem er 3,37 ha  liggur að iðnaðarsvæðinu I2 sem er lóð hitaveitu Kjósarhrepps með aðkomu frá Meðalfellsvegi.

Lagt er til að sveitarstjórn afgreiði aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega og feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og auglýsa deiliskipulagstillöguna samkv. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti tillögur skipulags- og byggingarnefndar.

 

02.  Ellert Gíslason fyrir hönd lóðarhafa Þorláksstaðavegi, lóðir 1-5, leggur er fram nýtt deiliskipulag sem við Þorláksstaðaveg þar sem eldra deiliskipulag gerði ráð fyrir fimm lóðum fyrir frístundahús hefur verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús.

Aðkoma frá Þorláksstaðarvegi er óbreytt frá fyrra skipulagi en skipulagssvæðið verið stækkað og lóðir nr. 3,4 og 5 verið stækkaðar til austurs.

Lagt er til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og auglýsa deiliskipulagstillöguna samkv. 40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti tillögur skipulags- og byggingarnefndar.

 

03.  Landlínur fyrir hönd Lóu Sigríðar Hjaltested leggja fram lóðarblað af lóðinni  Flekkudalur 1, lnr. 219788. Húsið er á landbúnaðarlandi og óskað er eftir að breyta skráningu lóðarinnar úr frístundahúsi í íbúðarhús.

Lagt er til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna tillöguna samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla: Jón E. Guðmundsson byggingarfulltrúi kemur inná fundinn að beiðni oddvita kl: 17:25 og gerði grein fyrir málinu. JEG yfirgefur fundinn kl: 17:32. Með hliðsjón af undangengnu fyrra ferli í málinu er hreppnefnd samhljóða um að Flekkudalur 1, lnr, 219788 verði samþykkt sem íbúðarhús.

 

04.  Guðrún Sigtryggsdóttir og Hermann Jónasson leggja fram lóðarblað og greinargerð  af lóðinni Litla Þúfa -Viðbót fastanr. 231-5669 sem skráð er sem frístundalóð en óskað hefur verið eftir að breyta lóðinni í íbúðarhúsalóð.

Lagt er til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna tillöguna samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti tillögur skipulags- og byggingarnefndar.

 

e)      Félags- æskulýðs- og jafnréttisnefnd 25.3.

Afgreiðsla:  Fundargerð nr.11. lögð fram og kynnt.

Liður 2. samþykkt.

Liður 6. reglur samþykktar og þóknun starfsmanns ungmennaráðs sem kemur fram í 5.gr. um ungmennaráð Kjósarhrepps.

Liður 7. reglur um skólaakstur verði útfærðar nánar.

Liður 8. samþykkt.

 

2.      Tillögur Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefndar um reglur og gjaldskrár.

Afgreiðsla: RHG gerði grein fyrir framlögðum reglum og gjaldskrám. Hreppsnefnd samþykkti þær reglur og gjaldskrár sem koma fyrir í lið 3, yfirfarnar og samþykktar í fundargerð nefndarinnar nr. 11.

 

3.      Úthlutunarreglur á samfélagsstyrkjum Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti reglurnar og felur sveitastjóra að auglýsa eftir umsóknum.

 

4.      Siðareglur fulltrúa í nefndum Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti framlagðar reglur og felur sveitastjóra að senda samþykktar og undirritaðar reglur til ráðuneytis til staðfestingar.

 

5.      Jafnréttisáætlun Kjósarhrepps 2019-2023.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti framlagða Jafnréttisáætlun Kjósarhrepps og felur sveitastjóra að senda samþykktar og undirritaðar reglur til Jafnréttisstofu til umsagnar og staðfestingar.

 

6.      Sumarvinna unglinga 2019.

a)      Niðurstaða könnunar um vinnuskóla.

Afgreiðsla: Lagt fram.

b)      Ráðningar í sumarstörf.

Afgreiðsla: Reglur um ráðningar í sumarstörf lagðar fram og samþykktar.

 

7.      Ljósleiðarinn.

a)      Staða framkvæmda.

Afgreiðsla: SKÁ gerði grein fyrir stöðu framkvæmda og þeim viðbótar kostnaði sem kemur til vegna skemmda á rörum.

b)      Gjaldskrá.

Afgreiðsla: Hreppsnefnd samþykkti samhljóða framlagða gjaldskrá Leiðarljóss ehf.

 

8.      Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 29.3.2019. Frásögn RHG.

Afgreiðsla: RHG stiklaði á því helsta sem kom fram á þinginu, skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna, samgöngumál, Sundabraut og Vesturlandsvegurinn, boðað verður til auka þings sambandsins á haustmánuðum þar sem lagt verður fram stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitafélaga sem verður kynnt í formi þingsályktunartillögu í júní 2019. Efni og inntak stefnunnar verði síðan tekið til umfjöllunar á 150. löggjafarþingi í haust. Helstu atriði eru að efla sveitarstjórnarstigið með stærri og öflugri sveitarfélögum með sameiningum og að sveitarfélög yrðu að hafa lágmarksfjölda íbúa.

 

9.      Starfsmannamál.

a)      Samkomulag um starfslok GGÍ.

Afgreiðsla: KMK gerði grein fyrir samkomulagi um loka uppgjör við Guðnýju G. Ívarsdóttur.

 

b)      Staða starfsmanna sveitarfélaga sem eru í sveitarstjórn

Afgreiðsla: KMK gerði grein fyrir erindi ÞJ hvað varðar 20.gr 4.mgr. Sveitarstjórnarlaga um hæfi.

 

 

 

c)      Ráðning Byggingarfulltrúa.

Afgreiðsla: KMK kynnti tillögu um ráðningu nýs byggingarfulltrúa Kjósarhrepps. Hreppsnefnd samþykkti tillögu um ráðningu Sigurðar H. Ólafssonar.

 

10.  Áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins.

Afgreiðsla: Frestað. KMK felur hreppsnefnd að kynna sér áætlunina fyrir næsta fund.

 

11.  Áform um skerðingu framlaga í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Afgreiðsla: Bókun. Kjósarhreppur mótmælir áformum ríkistjórnar um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

 

12.  Tilnefning fulltrúa í minjaráð Reykjavíkur og nágrenis

Afgreiðsla: Oddvita er falið að ræða við aðila sem nefndir voru á fundinum.

 

13.  Erindi Polestar slf. Varðandi útleigu á Hvammsbraut 3.

Afgreiðsla: Lagt fram. Ákvörðun frestað.

 

14.  Önnur mál. Engin önnur mál.

 

15.  Mál til kynningar.

a)      SSH stjórn 468. fundur.

b)      Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis, fundargerð nr. 44, 28.3.2019.

c)      Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga, 869. Fundur.

 

 

Næsti fundur hreppsnefndar er áætlaður 16. apríl kl. 16:00

 

Fundi slitið kl: 20:22 . RHG