Fara í efni

Sveitarstjórn

199. fundur 04. júní 2019 kl. 20:00 - 22:35 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson (KMK)
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ)
  • Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ)
  • Guðný G Ívarsdóttir (GGÍ)
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG)

Í upphafi fundar lagði oddviti til að tekin yrðu fyrir eftirfarandi mál á dagskrár. Fundargerð viðburða- og menningarmála frá 03.06.19 og innheimtu heilbrigðiseftirlitsgjalda. Var það samþykkt samhljóma.


Dagskrá:

1. Fundargerðir nefnda.
a. Skipulags- og byggingarnefnd 3.6.2019
Afgreiðsla: Byggingarmál samþykkt.

Skipulagsmál:

01. Breyting á deiliskipulagi Flekkudals, frístundabyggð á Nesi – Nesvegur 4 og 6 Breyting deiliskipulags felur í sér breytingu á skipulags- og byggingarskilmálum fyrir Nesveg 4 og 6. Skipulagsuppdráttur er óbreyttur. Breytingin er í samræmi við Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029. Breytingin felur í sér breytingu á hæð húsanna. Þakform frístundahúsa verður frjálst sem og þakhalli. Erindið hefur verið grenndarkynnt án athugasemda. Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykki breytinguna. Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

02. Lækjarbraut 2, Kjósarhreppi – Fyrirspurn frá Svani Kristinssyni og Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur, Lækjarbraut 2, Kjósarhreppi, vegna fyrirhugaðrar byggingar á 200 m² skemmu, skv. meðfylgjandi bréfi og afstöðumynd dags. 28.05.2019. Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Regína vék af fundi við umfjöllun málsins. KMK tók við ritun á meðan. Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

03. Deiliskipulag Birkihlíð – Tillaga unnin af Studio Arnhildur Pálmadóttir. Studio Arnhildur Pálmadóttir, fyrir hönd lóðarhafa Birkihlíðar L218849, leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Þúfukots. Afgreiðsla: Frestað. Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

04. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík vegna Korpulínu – Verklýsing til kynningar, erindi dagsett 8. maí 2019. Afgreiðsla: Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir. Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

05. Kiðafell, Sigurbjörn Hjaltason – Ósk um stofnun lóðar fyrir íbúðarhús í landi Kiðafells lnr. 126143. 345
Afgreiðsla: Frestað. Afgreiðsla: Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

b. Viðburða- og menningarmálanefnd 23.5.2019 og 03.06.2019 Afgreiðsla þessa fundar: GGÍ gerði grein fyrir fundagerðinni. Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 300.000 kr. í 17. júní hátíðarhöldin.

c. Umhverfisnefnd 27.5.2019 Afgreiðsla þessa fundar: KMK gerði grein fyrir fundagerðinni. Hreppsnefnd leggur til að möguleiki um fjórðu tunnuna undir lífrænan úrgang verði í boði (liður.3) Hreppsnefnd samþykktir ekki tillögu í lið 6 að óbreyttu.

2. Ritstjórnarstefna Kjósarhrepps.

Afgreiðsla þessa fundar: KMK er falið að ganga frá því sem rætt var á fundinum og kynna nýja stefnu.

3. Samstarfsvettvangur um loftslags og umhverfismál.

Kjósarhreppur samþykkir að taka þátt í samstarfinu. Tillaga KMK um að nefna Katrínu Cýrusdóttur og Þórarin Jónsson sem samstarfsaðila.
Afgreiðsla þessa fundar: Samþykkt.

4. Grænbók um málefni sveitarfélaga.

Afgreiðsla þessa fundar: Drög að umsögn hreppsnefndar lögð fram. Nefndarmenn munu fara yfir drögin.

5. Rotþróarhreinsun 2019

Afgreiðsla þessa fundar: SKÁ sagði frá fundi með forsvarsmönnum Hreinsitækni sem sjá um tæmingar á rotþróm í Kjós, sem flokkast undir fráveitur. Verið er að fara yfir skipulagið. Verið er að vinna í að uppfæra núverandi kortasjá inn á www.kjos.is með aðgengilegri og betri upplýsingum varðandi tæmingar.

6. Kjósarbókin, staða málsins.

Afgreiðsla þessa fundar: KMK gerði grein fyrir stöðu mála stefnt að endanleg lúkningu vinnu G.Ó. verður kynnt í október.

7. Opnunartími skrifstofunnar og fundir hreppsnefndar í sumar.

Hreppsnefndarfundir verða í júlí og ágúst nánar auglýst síðar. Skrifstofa hreppsins verður lokuð frá og með 22. júlí og til og með 9. ágúst.

8. Innheimta heilbrigðiseftirlitsgjalda.

Hreppsnefnd samþykkir að fyrir árið 2019 verði gefin 50% afsláttur af heildargjaldi pr. rekstraraðila umfram 20.000 kr.

9. Önnur mál.

Upplýst var að formleg opnunarhátíð ljósleiðarans í Kjósinni var haldin fimmtudaginn 30. maí. Oddviti, formaður stjórnar Leiðarljóss, þakkaði þar öllum sem hafa unnið að verkefninu frá upphafi. Ljósleiðarinn er orðinn virkur og eru símafyrirtækin komin á fullt að tengja hjá íbúum. 

10. Mál til kynningar.

a. SSH stjórn Fundur nr.471