Fara í efni

Sveitarstjórn

201. fundur 19. júlí 2019 kl. 09:30 - 10:45 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson (KMK)
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ)
  • Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ)
  • Guðný G Ívarsdóttir (GGÍ)
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG)
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir

Dagskrá:

1) Tillaga að ályktun um þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að vegaframkvæmdir á Kjalarnesi skulu háðar mati á umhverfisáhrifum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun, sem var samþykkti á fundinum.

Hreppsnefnd Kjósarhrepps lýsir yfir vonbrigðum sínum með þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar, um að vegaframkvæmdir á Kjalarnesi skulu háðar mati á umhverfisáhrifum. Ekki er um nýtt vegstæði að ræða, heldur er að mestu leyti verið að breikka eldri veg. Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum er óásættanleg vegna mikilvægi þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm. Grunnskólabörnum í hreppnum er ekið um þennan veg til og frá skóla og eru foreldrar miklir hvatamenn tafalausra úrbóta.

2) Önnur mál.
Rætt var um nýju heimasíðuna og viðtökur hennar sem er mjög góðar. Lagnateikningar hitaveitu eru komnar inná kortasjána og hin ýmsu eyðublöð inná „Mínar síður“.