Fara í efni

Sveitarstjórn

204. fundur 05. nóvember 2019 kl. 15:00 - 20:15 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Sigurbjörn Hjaltason varamaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Klébergsskóli 90 ára - afmælisgjöf

1910034

Klébergsskóli fagnaði 90 ára afmæli sínu þann 19. október síðast liðin en þann dag var barnaskólinn á Klébergi vígður.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að gefa skólanum gjöf af tilfefni 90 ára afmælis skólans og felur oddvita að hafa samband við forsvarsmenn skólans við val á gjöfinni.
Sigurbjörn og Sigríður Klara yfirgefa fundinn.

2.Umsókn um samfélagsstyrk Kjósarhrepps

1911002

Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt að veita styrk til Reynivallasóknar að upphæð 400.000 kr til byggingar á þjónustuhúsi við Reynivallakirkjugarð.

3.Umsókn um samfélagsstyrk Kjósarhrepps

1911001

Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt að veita styrk að upphæð 700.000 kr. til Björns Hjaltasonar til útgáfu á skýrslu um fuglalíf í Kjós.
Sigurbjörn og Sigríður Klara koma aftur á fundinn.

4.Reiðvegaframkvæmdir

1911003

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd bendir á að í fjárhagsáætlun 2019 eru lagðar 500.000 kr til reiðvegagerðar. Í tillögum fjárhagsáætlunar 2020 er veitt sama fjárhæð. Hreppsnefnd leggur áherslu á að leitað sé til innansveitarmanna við kaup á þjónustu.

5.Hlið við sumabústaðaland með Trönudalsá í Norðurnesi

1704006

Niðurstaða:
Samþykkt
Oddviti leggur fram tillögu að bókun: Oddvita falið að freista þess að ná samningum á grundvelli þess sem kemur fram í minnisblaði formanns sumarbústaðafélagsins Norðurnesi.

6.Innkaup Kjósarhrepps

1909025

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagðar innkaupareglur.

7.Deiliskipulag Birkihlíð

1911004

1.
Deiliskipulag Birkihlíð. Tillaga unnin af Studio Arnhildur Pálmadóttir.
Studio Arnhildur Pálmadóttir, fyrir hönd lóðarhafa Birkihlíðar L218849, leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Þúfukots. Frestað mál frá 124. fundi.

Afgreiðsla: Almenn hefur verið mörkuð sú stefna, samkvæmt tilmælum Skipulagsstofnunnar, að deiliskipuleggja ekki einstaka lóðir. Til að hægt sé að byggja íbúðarhús á lóðinni, þarf m.a. að liggja fyrir samþykktur og viðurkenndur vegur að lóðinni.

Karl Magnús Kristjánsson vék af fundi.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

8.Deiliskipulag Flekkudalur

1911005

2.
Deiliskipulag Flekkudalur. Tillaga unnin af Eflu, verkfræðistofu.
Efla verkfræðistofa, fyrir hönd eigenda, leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Flekkudals fyrir lóðinar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

9.Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur

1911006

3.
Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur. Skipulagslýsing.
Lögð er fram skipulagslýsing vegna breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, Kjósarhreppi, þar sem fram koma fyrirhuguð uppbyggingaráform á um 5 ha svæði.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

10.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020

1910032

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að veita samtals 1.000.000. kr á fjárhagsáætlun árið 2020 til félaga sem sinna mikilvægum samfélagsverkefnum. Jafnframt samþykkir hreppsnefnd að veita myndarlega styrki til þessara málefna fyrir árslok 2019.

11.Hvalfjarðareyri

1911007

Hvalfjarðareyri ? Framkvæmdaleyfi.
Landeigendur á Hvalfjarðareyri, sækja um leyfi til að ýta í skurð á norður- granda Hvalfjarðareyrar, til að hindra frekara landbrot.

Afgreiðsla: Samþykkt að veita framkvæmdaleyfi, þar sem um minniháttar tilfærslu á efni er að ræða og framkvæmdir fari fram utan varptíma.
Afgreiðsla:
Hreppsnefnd samþykkir að um svo óverulega framkvæmd sé um að ræða að ekki sé þörf á útgáfu sérstaks framkvæmdarleyfis. Hreppsnefnd heimilar að gamlir efnishaugar verði nýttir til verksins og felur bygginar- og skipulagsfulltrúa eftirlit með verkefninu.
Sigurður H. Ólafsson yfirgefur fundinn. kl. 15:54

12.Til umsagnar 123. mál frá nefndasviði Alþingis

1910027

Niðurstaða:
Lagt fram

13.Til umsagnar 29. mál frá nefndasviði Alþingis frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga)

1910035

Niðurstaða:
Lagt fram

14.Frá nefndasviði Alþingis - 49. mál til umsagnar umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 1382011 (íbúakosningar um einstök mál)

1910040

Niðurstaða:
Erindi svarað

15.Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2019

1907013

Niðurstaða:
Staðfest

16.Fundargerðir umhverfisnefndar 2019

1901009

Niðurstaða:
Lagt fram

17.Fundargerðir heilbrigðiseftirlis 2019

1902009

Niðurstaða:
Lagt fram

18.Fundargerðir SSH 2019

1901007

Niðurstaða:
Lagt fram

19.Strætó fundargerð nr. 20

1910018

Niðurstaða:
Lagt fram

20.SORPA fundargerð nr. 20 - eigendafundur

1910019

Niðurstaða:
Lagt fram

21.Sóknaráætlun 2020-2024

1911008

Vinna við nýja sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins (2020-2024) stendur núna yfir og er boðaður fundur með um tuttugu starfsmönnum sveitarfélaganna þar sem fjallað verður um hugmyndir að helstu markmiðum og áherslum höfuðborgarsvæðisins í nýrri sóknaráætlun svæðisins. Helstu málefni eru: a) Samgöngur og umhverfismál. b) Atvinna- og nýsköpun. c) Velferð og samfélag
Niðurstaða:
Lagt fram
Sigríður Klara Árnadóttir er fulltrúi Kjósarhrepps í vinnuhópnum.
SKÁ gerði grein fyrir fyrsta vinnufundi hópsins.

22.Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

1910044

Niðurstaða:
Lagt fram
Oddvita falið að ljúka málinu.

23.Breytilegir útlánavextir LS - 1. nóvember 2019

1910045

Niðurstaða:
Lagt fram

24.Byggðasaga Kjósarhrepps 1874-1960

1710004

Niðurstaða:
Lagt fram
Oddviti greindi frá undirbúningi að verklokum við Gunnar S. Óskarsson.

25.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

1911009

Niðurstaða:
Lagt fram
Almenn umræða, hreppsnefnd ákveður að halda vinnufund mánudaginn 11. nóvember kl. 15:00

26.Erindi frá GGÍ

1911010

Niðurstaða:
Erindi svarað
Guðný G Ívarsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi óskaði eftir að neðanskráð atriði yrðu teknar fyrir undir önnur mál.
Sæl

Fyrir hreppsnefndarfundinn 5. nóv 2019.
Sem hreppsnefndarmaður fer ég fram á að þær upplýsingar sem ég óska hér á eftir liggi fyrir á fundinum skv. 10. gr samþykktar um stjórn Kjósarhrepps. Farið er fram á að fyrirspurnir mínar verði bókaðar undir önnur mál í dagskrá og svörin einnig í fundargerð.
Ég gagnrýni íterkað að fundargerð sé breytt frá hreppsnefndarfundi og til birtingar fundargerðar á netinu. Ég fer fram á að fundargerðir sé kláraðar og undirritaðar í lok fundar.
Svör:
Hreppsnefnd óskar eftir nánari útskýringum og rökstuðningi fyrir þessum ásökunum.
*
Ég óskaði eftir því fyrir síðasta hreppsnefndarfund að lagt yrði fram 6 mánaða uppgjör Kjósarveitna ehf. og Leiðarljóss ehf. Þau sex mánaða uppgjör sem lögð voru fram á hreppsnefndarfundinum voru ófaglega gerð, án rekstrarniðurstöðu og efnahagsreikninga. Ég óska nú ítrekað eftir umbeðnum faglegum sex mánaða milliuppgjörum fyrir þessi fyrirtæki og að þau verði lögð fram á fundinum.
Svör oddvita:
a.
Átta mánaða rekstraruppgjör Kjósarveitna ehf. ásamt yfirliti yfir lausafjár- og greiðslustöðu var lagt fram á stjórnarfundi fyrirtækisins og kynnt á fundi hreppsnefndar 8.10.
b.
Sex mánaða rekstrar- og efnahagsyfirlit Leiðarljóss ehf. var lagt fram á fundi hreppsnefndar 8.10. Það var prentað út úr bókhaldi sem PWC annast. Var óyfirfarið. Ársuppgjör verður næst lagt fram.
*
Ég bið um svörum við því hvers vegna þeir íbúar sem hafa óskað hafa eftir félagslegri heimaþjónustu fái ekki þá þjónustu sem þeir eiga sannanlega rétt á samkvæmt reglum Kjósarhrepps þar um og þar sem liggja samþykktir í félagsmálanefnd fyrir þjónustunni og síðar í hreppsnefnd.
Svör oddvita:
Boðið hefur verið upp á lausnir sem ekki voru þegnar. Unnið er að því að finna aðra lausn Fyrirspyrjandi þarf að hafa samband við félagsmálanefndina, sem hún er í, og útskýra málið nánar.

*
Ákvæði 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um vanhæfni starfsmanna skrifstofunnar til ákvarðana í hreppsnefnd. Ég fer fram á að oddiviti, sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, upplýsi fyrir hreppsnefndarfundi í hvaða málefnum sem á dagskrá verður, starfsmenn skriftofu Kjósarhrepps kunni að vera vanhæfir til ákvarðanatöku samkvæmt sveitarstjórnarlögum.
Svör oddvita:
Þetta eru atriði sem ekki þarf að taka fram. Það er ekkert nýtt.


*
Ég fer fram á að dagskrá hreppsnefndarfunda og gögn sem þeim fylgja séu opin áfram í fundargáttinni fyrir hreppsnefndarmenn en ekki lokað á þau að loknum fundi. Hreppsnefndarmenn hljóta að eiga rétt á að komast í þau gögn sem þeir eru að fjalla um á kjörtímabilinu þegar þeir vilja eða þurfa á að halda. Ef þetta er ekki hægt hvernig ætlar yfirstjórn þá að tryggja þetta aðgengi hreppsnefndarmanna að gögnum sveitarfélagsins?
Svör oddvita:
Fundagáttin sem mörg sveitarfélög nota gerir öllum sveitarstjórnarmönnum kleift að skoða gögn fram að fundi. Einnig geta þeir prentað út gögn ef þeir óska þess. Einnig fengið útprentun á skrifstofunni. Kerfið er ekki opið eftir fundinn. Að sjálfsögðu er öllum sveitarstjórnarmönnum heimilt að óska eftir hvaða gögnum sem er hvenær sem er.


*
Af hverju er dagskrá hreppsnefndarfunda ekki sett inn á kjos.is samkv. 11. gr samþykktar um stjórn Kjósarhrepps?
Svör oddvita:
Dagskráin fór heldur seint inn á heimasíðuna og ber að afsaka það gagnvart sveitungum.

*
Sé að búið er að koma öðru hjartastuðtækinu fyrir utan á Ásgarði þá er það gott mál. Tækin eru tvö sem kvenfélagið gaf. Það þarf að ganga frá staðsetningu á því seinna og auglýsa staðsetningu.Fundi slitið - kl. 20:15.