Fara í efni

Sveitarstjórn

207. fundur 20. desember 2019 kl. 10:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2023

1911009

Niðurstaða:
Samþykkt
Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2020:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta eru áætlaðar 338,2 m.kr. Heildargjöld eru áætluð 277,3 m.kr. Þar af eru launagjöld 67,2 m.kr., annar rekstrarkostnaður 209,8 m.kr. og afskriftir 11,2 m.kr. Fjármagnsgjöld eru áætluð 13,1 m.kr. og rekstrarafgangur ársins í A og B hluta er áætlaður 37,1 m.kr.
Heildartekjur samstæðu A hluta eru áætlaðar 256,2 m.kr. Heildargjöld eru áætluð 236,9 m.kr. Þar af eru launagjöld 45,8 m.kr., annar rekstrarkostnaður 191,1 m.kr. og afskriftir 2,3 m.kr. Rekstrarafgangur A hluta er áætlaður 16,2 m.kr.
Samningar um lántökur hjá Kjósarveitur gera ráð fyrir kringum 100 m.kr. lækkun skulda á áætlunartímabilinu. Áætlanir gera ráð fyrir að þessar áætlanir standist miðað við að tekjuáætlanir gangi upp.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
“Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir fjárhagsáætlun 2020-2023"
Samþykkt með 4 atkvæðum og einn sat hjá miðað við áætlunina eins og hún var kynnt í dag.

Fundi slitið.