Fara í efni

Sveitarstjórn

209. fundur 04. febrúar 2020 kl. 15:00 - 17:45 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Lögheimilisskráning

2001022

Yfirlýsingar einstaklinga um búsetu hafa ekki verið taldar nægja sem staðfesting um dvöl einstaklings í sveitarfélagi. Fundargerð Kjósarhrepps hefur ekki gildi varðandi starfsemi Þjóðskrár Íslands, þ.e. Kjósarhreppur getur ekki í fundargerð sinni tekið ákvörðun fyrir Þjóðskrá Íslands um hvaða gögn nægi til skráningar í þjóðskrá. Hins vegar mætti ætla, miðað við fundargerðina, að Kjósarhreppur telji að sveitarfélagið geti gefið út staðfestingu á dvöl þinni í sveitarfélaginu á grundvelli staðfestingar frá tveimur íbúum með skráð lögheimili.

Staðfestingu sveitarfélagsins væri þá hægt að senda Þjóðskrá Íslands innan tilskilins frests til staðfestingar á dvöl í sveitarfélaginu.
Niðurstaða:
Samþykkt
Oddvita er heimilt að senda staðfestingu til Þjóðskrár á dvöl í sveitarfélaginu á grundvelli upplýsinga frá tveimur íbúum með skráð lögheimili.

2.Hvati og Nóri - Frístundastyrkur

2001025

Hvati og Nóri.
Hvata frístundastyrkja-kerfi og Nóra skráningar og greiðslu-kerfi.
Kjósarhreppur hefur tekið upp nýtt úthlutunarkerfi fyrir frístundastyrki í gegnum Hvata.
Hvati er tengdur við „Mínar síður“ inná www.kjos.is og heldur utan um þá upphæð sem hvert barn á og hvað sé búið að nota og í hvað. Einnig birtist inná „mínum síðum“ þau félög sem sveitarfélagið setur inn í Nóra kerið sitt.
Með nýja kerfinu geta forráðamenn úthlutað frístundastyrknum um leið og sótt er um námskeið hjá hvaða íþróttafélagi, tónlistarskóla, dans og fl. eða öllum þeim sem eru tengdir Nóra.
Sveitarfélagið greiðir svo til íþróttafélaganna eða þeirra sem úthlutað er til.
Lagt er til að úthlutunar tímabil frístundstyrksins verði frá 01.01.2020 ? 31.12.2020 eða allt árið, en áfram verði lágmarks viku fjöldi (10) í notkun námskeiða.
Með þessari breytingu erum við að koma í veg fyrir stýringu á notkun frístundastyrks en stuðla að hvatningu til iðkunar íþrótta eða annara tómstunda þegar það hentar hverjum og einum.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að tímabil frístundastyrkja verði frá jan til des.
Tryggt verður að réttindi haustsins 2019 fyrnist ekki.

3.Bæjarstjórn Mosfellsbæjar - 752

2001020

Sæl,

Fundargerð 49. Fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis var tekin fyrir á 752. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 22. Janúar s.l. Rétt er að vekja sérstaka athygli á bókun bæjarstjórnar og samþykkt undir umræðum um 4. lið fundargerðarinnar.


201912323 - Fundargerð 49. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

Fundargerð 49. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

Fundargerð 49. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 752. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
***
Undir fundarlið 4 er samþykkt svofelld bókun með 8 atkvæðum:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar telur heilbrigðisnefnd ekki hafa heimild til að setja sér sjálf samþykkt nema að því afmarkaða leiti sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 48. gr. laga nr. 7/1998 (varðar framsal á valdi heilbrigðisnefndar til heilbrigðiseftirlits og/eða tiltekinna heilbrigðisfulltrúa) án þess að samþykktin sé fyrst borin undir sveitarstjórnir hlutaðeigandi sveitarfélaga. Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis hafi því farið út fyrir valdsvið sitt með samþykkt og auglýsingu fyrirliggjandi samþykktar án þess að samþykktin væri fyrst borin undir sveitarstjórnir hlutaðeigandi sveitarfélaga. Á það sérstaklega við varðandi ákvæði um skipan nefndarinnar en hún er lögum samkvæmt á forræði sveitarstjórna hlutaðeigandi sveitarfélaga .
***
Samþykkt með 8 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að semja drög að samþykkt um heilbrigðiseftirlit á Kjósarsvæði og eftir atvikum tillögur að nauðsynlegum breytingum á samstarfssamningi hlutaðeigandi sveitarfélaga. Drögin verði send heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis og til sveitarstjórna hlutaðeigandi sveitarfélaga til umfjöllunar og afgreiðslu.
***
Bókun M- lista:
Fulltrúi M-lista situr hjá varðandi þessa tillögu og bókun enda ekki fyrirliggjandi það samkomulag, sem fullyrt er að hafi verið gert munnlega á milli hlutaðeigandi sveitarfélaga, varðandi skiptingu sæta í Heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis. Kosið var í Heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis eftir síðastliðnar sveitastjórnarkosningar. Ekki hefur verið gerð athugasemd við það fyrr en nú. Mikilvægt er að Mosfellsbær fái þann fjölda fulltrúa sem miðast við fjölda íbúa í viðkomandi sveitarfélögum. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er sjálfstæð í störfum sínum lögum samkvæmt.
Niðurstaða:
Lagt fram

4.Þúfa, L126493, Deiliskipulag - fyrirspurn.

2001029

Þúfa, L126493, Deiliskipulag - fyrirspurn. - 2001029
Studio Arnhildur Pálmadóttir f.h. eiganda Þúfu hafa lagt fram drög að staðsetningu gistingaeininga og veitingaþjónustu í fyrirhuguðu deiliskipulagi.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið.
Niðurstaða:
Lagt fram

5.Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

2001028

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. - 2001028
Lokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 29. nóvember 2019 breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040.
Afgreiðsla: Afgreiðslu frestað.
Niðurstaða:
Lagt fram

6.Flekkudalsvegur 21, L125974

2001027

Flekkudalsvegur 21, L125974 ? 2001027 - Óskað er eftir endurupptöku umsóknar um byggingarleyfi fyrir um 9 m² stækkun við frístundahús, skv. tölvupósti dags. 21.01.2020. Samtals yrði byggingin eftir stækkun 99,9 m². Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,065.
Nýtingarhlutfall skv. aðalskipulagi skal ekki vera hærra en 0,03.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Hreppsnefnd lítur svo á að um þetta mál gildi það sem sagt er í gr. 2.2.2 í Aðalskipulagi um gömul sumarhúsasvæði á litlum lóðum. Lagt er til að tillagan fari í grendarkynningu, sbr. 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010

Hreppsnefnd felur skipulags og byggingarnefnd að skoða hvort gera megi minniháttar breytingu á aðalskipulagi með tilliti til nýtingarhlutfalls á eldri sumarhúsalóðum.

7.Melbær í landi Miðdals, L126372

2002001

Melbær í landi Miðdals, L126372 - Ósk um breytta skráningu á sumarhúsalóð (L 126372) úr landi Miðdals, þ.e. breyta skráningunni í íbúðarhúsalóð sem fær heitið Melbær, skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Einnig er sótt um stækkun lóðar.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fara yfir málið með umsækjanda.
Niðurstaða:
Lagt fram

8.Eyjar I - Eyjatún 27, L211783 Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.

2001026

Eyjar I - Eyjatún 27, L211783 ? Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu. - 2001026
Afgreiðsla: Neikvætt tekið í erindið, þar sem svæðið sem um ræðir er í frístundabyggð.
Niðurstaða:
Lagt fram
Sigurður yfirgefur fund kl. 16:47
GGÍ yfirgefur fundinn

9.Deiliskipulag Flekkudalur

1911005

Deiliskipulag Flekkudalur ? Tillaga unnin af Eflu, verkfræðistofu. - 1911005
Efla verkfræðistofa, fyrir hönd eigenda, leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Flekkudals fyrir lóðinar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13. Tillagan hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd samþykki deiliskipulagstillöguna í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að senda tillöguna til skipulagsstofnunar til afgreiðslu í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010
GGí kemur á fundinn

10.1405011 - Sundabraut - viðræður ríkisins og SSH /málsnr. 1908005

2001017

Á 480. stjórnarfundi SSH, þann 6. janúar s.l. var fjallað um ofangreint málefni.

Eftirfarandi var bókað:

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipuðu verkefnishóp í september 2018 til að fjalla um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til 2033, stofnvegi og kerfi almenningssamgangna. Hópurinn skilaði niðurstöðum sínum og tillögum í skýrslu í nóvember 2018. Hópnum var einnig falið að fjalla sérstaklega um málefni Sundabrautar og gerð er grein fyrir þeirri vinnu í þessari skýrslu.

Niðurstaða fundar:

Stjórn samþykkir að vísa skýrslu um Sundabraut til aðildarsveitarfélaganna til umræðu.


Samkv. ofangreindri bókun er skýrsla um Sundabraut send sveitarfélögunum til umræðu.


Virðingarfyllst,___________________________
Páll Björgvin Guðmundsson
framkvæmdastjóri SSH
Niðurstaða:
Erindi svarað
Hreppsnefnd gerir ekki athugasemd um hönnum og valkosti varðandi legu Sundabrautar en leggur áherslu á að lagning Sundabrautar upp á Kjalarnes er mikilvægt og knýjandi verkefni fyrir byggðirnar á vesturlandi, Kjós og Kjalarnes.

11.Skipulags- og byggingarnefnd, fundur nr. 130

2001030

Niðurstaða:
Lagt fram

12.Erindi Kraftunga ehf

2002002

Ruslið

Erindi Kraftunga ehf til Oddvita Kjósahrepps, hreppsnefndar og umhverfisnefndar 2.2.2020

Af tilefni tilkynningu frá oddvita er barst okkur 31.jan 2020 um breytingu ( niðurfellingu) á samkomulagi um sorphirðu, þá langar okkur að taka fram nokkur atriði.

Fyrir tæplega 15 árum síðan gerðum við á kjúklingabúinu Felli samkomulag við Kjósarhrepp ( munnlegt samkomulag ) um að okkar úrgangur færi í sér gám heima á búinu, sem Kjósarhreppur sæi um að tæma um leið og aðra samskonar gàma á vegum hreppsins. Þetta var gert vegna þess að úrgangurinn er aðallega dauðir fuglar er falla til í eldinu, og ekki var talið gott að kæmi á gámaplanið þar sem fólk jafnvel er að gramsa í og hirða úr.
Þetta fyrirkomulag fól í sér að einn bíll gat þá tæmt í sömu ferðinni alla þessa fram hlöðnu gáma sem er þá í heildina ódýrara og kolefnissporið minna.
Nú er þessu samkomulagi rift einhliða og fyrirvaralaust af Kjósarhreppi eða eftir 14 daga.
Ekki er okkur boðið annað úrræði og reyndar sagt að sjá um þetta bara sjálf.
Það vekur undrun og furðu að ekkert samtal var við okkur haft um þetta og einnig að fá engan fyrirvara.

Um leið er tilkynnt um gjaldtöku vegna þáttöku í kostnaði við reksturs gámaplans fast gjald 33.000- sem á að leggja á rekstraraðila.
Þetta finnst okkur afar hæpin skattheimta þar sem við getum líklega ekki fengið að afsetja okkar úrgang ( dauða fugla) á gámaplanið.
Það skal tekið fram að okkar bú hefur greitt eitthvað meira en venjulegt bú sem er með sorptunnur, líklega 5 x gjald
Einnig er okkur það ljóst að það gjald endurspeglar ekki raunverulegan kostnað, og hefðum því gjarnan viljað ræða aukna þáttöku í þeim kostnaði.
Það er nánast útilokað fyrir lítinn rekstur eins og okkar að fá hagstætt tilboð um þessa þjónustu í þessari fjarlægð frá þéttbýlinu, enda var hugsunin á sínum tíma að nýta samleggðar áhrifin með þessu fyrirkomulagi.


Í ljósi þessa óskum við eftir fundi með oddvita Kjósahrepps til þess að ræða og vinna saman að þessu máli.

Við undrumst þá framkvæmd hreppsins að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila áður en ákvörðun var tekin. Það sé alveg ljóst að þessi ákvörðun hreppsins sé afar íþyngjandi fyrir okkar rekstur og því hefði verið eðlilegt að hagsmunaaðilum hefði verið boðið að bregðast við ákvörðuninni áður en hún var tekin.

Þá hvetjum við sveitafélagið til þess að fresta eða afturkalla framkvæmd ákvörðunarinnar þar sem við höfum aðeins 14 daga frest til að bregðast við ákvörðuninni. Það verður að teljast mjög skammur tími og er ekki í takt við góða stjórnsýslu þar sem stjórnvald á að leitast við að gæta meðalhófs.

Eins og rakið hefur verið að ofan höfum við fullan vilja til þess að finna lausn á málinu sem hagnast báðum aðilum. Fyrrgreindar lausnir sem hreppurinn kemur með í þessu máli teljum við ekki fýsilegar. Það hlýtur að vera vilji hreppsins að vera í góðum samskiptum við atvinnurekendur og markmið hreppsins hlýtur að vera að styðja og aðstoða þá sem stunda atvinnurekstur og þannig styðja við atvinnuuppbygginu í hreppnum.
Með kveðju
Gunnar Leó Helgason
Sigríður Inga Hlöðversdóttir
Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd felur oddvita að funda með forsvarsmönnum Kraftunga hið fyrsta.

13.Breyting á gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu sorps

2002003

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu sorps í Kjósarhreppi, nr. 1165/2010.
Hreppsnefnd samþykkir viðauka við gjaldskrá sem auglýst var þann 31.01.20 í B deild stjórnatíðinda vegna reksturs í A-hluta
Sorphirðugjald rekstrar í A-hluta verður kr. 18.895,
Niðurstaða:
Samþykkt

14.SSK fundargerð 91. fundar

2001024

Niðurstaða:
Lagt fram

15.1910010 - SSK fundargerð 90. fundar

2001008

Niðurstaða:
Lagt fram

16.SSH Stjórn -fundargerð nr. 480

2001012

Niðurstaða:
Lagt fram

17.SSH Stjórn -fundargerð nr. 479

2001011

Niðurstaða:
Lagt fram

18.Fundargerð 49. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

2001010

Niðurstaða:
Lagt fram

19.Þjónustusamningur um starfsemi skökkviliðs og framkvæmd eldvarnaeftirlits í Kjósarhreppi

2001021

Niðurstaða:
Lagt fram
Þriðjudaginn 28. Janúar var undirritaður endurskoðaður þjónustusamningur um starfsemi slökkviliðs og framkvæmd eldvarnareftirlits í Kjósarhreppi. Ákveðið var að stefna að því að halda námskeið í eldvörnum fyrir íbúa Kjósarhrepps á næstunni.

20.Póstáritun Kjósarhrepps

1908047

Niðurstaða:
Lagt fram
Þann 17. janúar barst Kjósarhreppi svar Póst og fjarskiptastofnunar varðandi beiðni um breytingu á heiti póstnúmersins 276 Mosfellsbær í 276 Kjósarhreppur. Erindinu var ekki hafnað en þar sem stofnun hefur tekið við þessu verkefni af Íslandspósti ohf. er það í skoðun og má búast við viðbrögðum á næstunni.

21.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

2001015

Niðurstaða:
Lagt fram

22.Frá nefndasviði Alþingis - 64. mál til umsagnar

2001023

Niðurstaða:
Lagt fram
Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld.

23.Frá nefndasviði Alþingis - 457. mál til umsagnar

2001018

Niðurstaða:
Lagt fram
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð).

24.FW Frá nefndasviði Alþingis - 50. mál til umsagnar, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir)

2001031

Niðurstaða:
Lagt fram
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir).


Fundi slitið - kl. 17:45.