Fara í efni

Sveitarstjórn

216. fundur 02. júní 2020 kl. 15:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Karl M. Kristjánsson oddviti
Dagskrá

1.Starfsmannamál

2005079

Niðurstaða:
Samþykkt
Kjósarhreppur réði til sín tvo starfsmenn í átaks verkefni á vegum vinnumálastofnunar sem er ætlað ungu fólki í framhaldsnámi.

Hreppsnefnd samþykkti að framlengja starfssamning við KMK til loka kjörtímabils.

2.Frestun á aðalfundi

2005053

Frestun á aðalfundi Veiðifélgas Kjósarhrepps.
Niðurstaða:
Lagt fram

3.Bréf EFS til sveitarstjórna

2005046

Niðurstaða:
Lagt fram

4.Aðalfundur Kjósarveitna ehf - 2020

2005054

Hreppsnefnd útnefnir fulltrúa sinn á aðalfund Kjósarveitna ehf, þann 3. júní nk.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkti að Guðný G Ívarsdóttir fari með atkvæði hreppsins á aðalfundi.

5.Aðalfundur Leiðarljós ehf 2020

2005078

Hreppsnefnd útnefnir fulltrúa sinn á aðalfund Leiðarljós ehf, þann 3. júní nk.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkti að Guðný G Ívarsdóttir fari með atkvæði hreppsins á aðalfundi.

6.Styrkur til aukins félagsstarfs fullorðinna, sumarið 2020 vegna COVID-19

2005058

Samþykkt hefur verið að styðja við þau sveitarfélög sem, vegna COVID-19,hyggjast auka við starfsemi og þjónustu í félagsstarfi fullorðinna sumarið 2020.
Sækja þarf um fjárframlag til Félagsmálaráðuneytisins fyrir 2.júní nk.
Niðurstaða:
Lagt fram
RHG yfirgefur fundinn.

7.Skipulags- og byggingarnefnd, fundur nr. 135

2005044

Niðurstaða:
Staðfest
RHG kemur inná fundinn.

8.Deiliskipulag frístundabyggðarvið Sandsá, Eyjar II .

2005081

Deiliskipulag frístundabyggðarvið Sandsá, Eyjar II .

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd auglýsi deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

9.Fyrirspurn um stofnun lóða, Eyjar II.

2005082

Fyrirspurn um stofnun lóða, Eyjar II.

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Niðurstaða:
Lagt fram

10.Umsókn um stofnun lóðar úr landi Eyja II.

2005083

Umsókn um stofnun lóðar úr landi Eyja II.

Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Niðurstaða:
Lagt fram

11.Fyrirspurn um breytingar á mörkum lóða við Hálsenda.

2005084

Fyrirspurn um breytingar á mörkum lóða við Hálsenda.

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Niðurstaða:
Lagt fram

12.Fyrirspurn um fjölgun byggingarreita á lóðinni Hálsendi 9.

2005085

Fyrirspurn um fjölgun byggingarreita á lóðinni Hálsendi 9.

Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Niðurstaða:
Lagt fram

13.Skipulags- og byggingarnefnd, fundur nr. 136

2005080

Niðurstaða:
Samþykkt
Liður 2. Afgreiðslu frestað, óskað eftir nánari upplýsingum um stöðu á vinnu við deiliskipulag svæðisins.
Liður 4. Afgreiðslu frestað, óskað eftir nánari upplýsingum um stöðu á vinnu við deiliskipulag svæðisins.

Aðrir liðir undir byggingarmál staðfestir.

14.Fundargerð viðburða- og menningarmálanefndar

2005039

Niðurstaða:
Samþykkt

15.Til umsagnar 717. mál frá nefndasviði Alþingis

2005040

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.
Niðurstaða:
Lagt fram

16.Frá nefndasviði Alþingis - 775. mál til umsagnar

2005043

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.
Niðurstaða:
Lagt fram

17.Frá nefndasviði Alþingis 838. mál til umsagnar

2005077

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál.
Næsti fundur hreppsnefndar verður haldinn fimmtudaginn 04.06.20 kl. 17:00

Fundi slitið.