Fara í efni

Sveitarstjórn

219. fundur 02. september 2020 kl. 15:00 - 18:20 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Sigríður Klara Árnadóttir varaoddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðmundur H Davíðsson varamaður
    Aðalmaður: Guðný Guðrún Ívarsdóttir
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Fjallskil í Kjósarhreppi haustið 2020

2008008

Niðurstaða:
Samþykkt
Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum dögum í Kjósarrétt.
1. rétt verður sunnudaginn 13. september kl. 15:00
2. rétt verður sunnudaginn 27. september kl. 15:00

Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan varnargirðingar.
Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli.
Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Hreiðar Grímsson, Grímsstöðum og Dóra S. Gunnarsdóttir, Hækingsdal.
Í útréttir fara eftirtaldir:
1. Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
2. Þingvallarétt Hreiðar Grímsson, Grímsstöðum

2.Umsókn um styrk v. undirb.vinnu - sameiningar sveitarf.

2008009

Niðurstaða:
Staðfest
Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að sækja um styrk til Jöfnunarsjóðs vegna undirbúningsvinnu á mögulegri sameingu sveitarfélaga

3.Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II

2008025

Deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Sandsá, Eyjar 2 , hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Umhverfisstofnun og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá bárust athugasemdir á auglýsingartíma frá Kjósarveitum og félagi sumarhúsaegenda við Meðalfellsvatn, ásamt nokkrum athugasemdum frá almenningi. Skipulagsfulltrúi hefur komið umsögnum og athugasemdum á framfæri við skipulagsráðgjafa.
Afgreiðsla: Frestað. Nefndin hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið milli funda.
Niðurstaða:
Lagt fram

4.Brekkur 5 og 6, L204485 og L204456

2008026

Sótt er um að breyta lóðunum Brekkur 5, L204485 og Brekkur 6, L204456 úr frístundalóðum í íbúðarhúsalóðir.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Niðurstaða:
Lagt fram

5.Breyting á deiliskipulagi Háls.

2008027

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér breytingar á lóðarmörkum þriggja lóða. Breytingar eru gerðar á lóðamörkum lóða nr. 7, 11 og 13. Ónákvæmni var í hnitum og lóðarmörkum í gildandi deiliskipulagi og eru lóðarlínur og hnitaskrá uppfærð fyrir allt svæðið, efir uppmælingu á staðnum.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.
Niðurstaða:
Lagt fram

6.Sandslundur 16, umsókn um deiliskipulag

2008028

Óskað er eftir leyfi til þess að skipuleggja lóðir á landbúnaðarsvæði.
Afgreiðsla: Erindi hafnað. Samræmist ekki aðalskipulagi.
Niðurstaða:
Staðfest
Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu.

7.Norðurnes - Vatnsból.

2008029

Sumarbústaðafélag (kt. 4606780729) óskar eftir að grannsvæði vatnsbóls VB25, sem svo er merkt á samþykktu aðalskipulagi, verði stækkað þannig að það nái yfir vatnsból neyðarvatnsveitu í farvegi Trönudalsár og stækkuðu grannsvæði verði bætt inn á aðalskipulag Kjósarhrepps.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við aðila máls.
Niðurstaða:
Lagt fram

8.Fyrirspurn um stofnun lóða - Bær, L125953

2008030

Fyrirspurn um stofnun 8 lóða úr jörðinni Bær. Í aðalskipulagi er landið flokkað bæði sem landbúnaðarland og frístundasvæði.
Afgreiðsla: Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að deiliskipuleggja svæði sem er skilgreint sem frístundabyggð. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við aðila máls.
Niðurstaða:
Lagt fram

9.Nesvegur 8, L226918

2008031

Fyrirspurn um byggingu frístundahúss með undaþágu frá deiliskipulagi er varðar hæð og þakhalla.
Afgreiðsla: Neikvætt tekið í erindið.
Niðurstaða:
Lagt fram

10.Útsvar og álagning 2021

2008036

Niðurstaða:
Lagt fram
Umræður

11.Gjaldskrá hreinsun rotþróa 2021

2008035

Niðurstaða:
Lagt fram
Umræður

12.Gjaldskrá sorphirðu 2021

2008034

Niðurstaða:
Lagt fram
Umræður

13.Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

2008032

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd felur oddvita að svara erindi þessu.

14.Fundargerð Skipulags- og byggingarnefnd nr.138

2008024

Byggingarmál og önnnur mál.
Niðurstaða:
Staðfest
Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu á byggingarhluta fundargerðar.

15.Fundargerð 56. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis

2007025

Niðurstaða:
Lagt fram

16.Notendaráð fatlaðs fólks - Fundur nr. 7

2008017

Niðurstaða:
Lagt fram

17.Notendaráð fatlas fólks - Fundur nr. 8

2008023

18.Notendaráð fatlaðs fólks - Fundur nr. 9

2008033

Niðurstaða:
Lagt fram

19.SSH Stjórn -fundargerð nr. 499

2007021

Niðurstaða:
Lagt fram

20.SSH Stjórn -fundargerð nr. 500

2008020

Niðurstaða:
Lagt fram

21.Leiðbeiningar fyrir göngur og réttir á COVID tímum

2008019

Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landsamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lykilatriði, nú sem alltaf, er að hver og einn ber ábyrgð á eigin athöfnum og að „Við erum öll almannavarnir“.
Niðurstaða:
Lagt fram

22.Fjármál sveitarfélaganna vegna Covid

2009002

Niðurstaða:
Lagt fram
Umræða

23.Önnur mál

2009003

Fyrirspurn frá Þórarni Jónssyni.
Er búið að senda erindi Finns Péturssonar, sem barst á fund 210 þann 10/3 2020, varðandi lausagöngu búfjár á "aðila máls"?

Er búið að skilgreina hverjir eru aðilar máls ?


Niðurstaða:
Erindi svarað
Oddviti upplýsir að ekki er búið senda erindið til aðila máls.

Aðilar máls eru Sauðfjárræktarfélagið í Kjós og Búnaðarfélag Kjósarhrepps.

24.Umhverfisnefnd - Fundur nr. 21

2009004

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd samþykkir,
Lið 2. Að endurskoða opnunartíma Endurvinnsluplaninu, oddvita falið að útbúa skilti.


Fundi slitið - kl. 18:20.