Fara í efni

Sveitarstjórn

224. fundur 02. desember 2020 kl. 15:00 - 19:05 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir að breyta auglýstri dagskrá, að bæta við dagskrálið nr. 19 um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags) og lið nr. 20. Tillaga Þrösts Friðfinnssonar sveitarstjóra í Grenivík og aðrir dagskrárliðir færast niður.
Hreppsnefnd samþykkti breytta dagskrá með fimm atkvæðum, KMK setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrábreytingu.

1.Hreppsnefnd - Breyting

2011066

Niðurstaða:
Samþykkt
Sigríður Klara Árnadóttir sagði sig með formlegum hætti úr hreppsnefnd Kjósarhrepps 23.11.2020 þar sem hún er flutt úr sveitarfélaginu.

Í kjölfarið tekur Guðmundur H. Davíðsson fyrsti varamaður sæti sem aðalmaður í hreppsnefnd.

Þórarinn Jónsson kosinn varaoddviti hreppsnefndar með 5:0

Hreppsnefnd þakkar Sigríði Klöru fyrir góð störf sín fyrir sveitarfélagið síðustu rúm 6 og hálft ár og óskar henni góðs gengis í framtíðinni.

2.Fundargerð nr. 24 - Viðburða- og menningarmálanefndar

2011028

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagðar tillögur nefndarinnar og felur henni að meta aðstæður í samhliða aðgerðum sóttvarnarlæknis.

3.Fundargerð 141. fundar skipulags- og byggingarnefndar

2011074

Niðurstaða:
Lagt fram

4.Breyting á aðalskipulagi í landi Eyrarkots - Skipulagslýsing

2011075

Breyting á aðalskipulagi í landi Eyrarkots - Skipulagslýsing
Lögð fram skipulagslýsing, dags. 22.09.2020 á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 á landnotkun í landi Eyrarkots. Lýsingin hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 30 gr. Skipulagslaga. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

Afgreiðsla:
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna umsagnirnar fyrir landeiganda.
Niðurstaða:
Staðfest
Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

5.Deiliskipulag frístundabyggðar í Flekkudal

2011076

Deiliskipulag frístundabyggðar í Flekkudal .
Lögð fram breytt tillaga að áður auglýstu deiliskipulagi í landi Flekkudals fyrir lóðinar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindi var síðast á dagskrá á fundi 133. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerir ekki athugasemdir, en bendir á nauðsin þess að í því sé kveðið á um vatnsöflun, aðkomu og flóttaleiða, ásamt vatnsverndun. Vegagerðin gerði ekki athugasemdir. Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Skipulagsfulltrúi kom athugasemdunum/umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu.

Afgreiðsla:
Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags. Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar samanber 4. mgr. 41. gr. Nefndin mælist því til þess við sveitarstjórn að málið verði samþykkt til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.

6.Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd - Fundargerð nr. 16

7.Erindi til bæjarráðs Barnvæn sveitarfélög Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

2002040

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd telur ekki tímabært að fara í verkefnið á næsta ári.

8.Ferðastyrkir framhaldskóla- og grunnskólanema haust 2020

2011053

Hreppsnefnd samþykkir framlagðar tillögur nefndarinnar.

9.Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021

2011054

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagðar reglur.

10.Reglur - Akstursþjónusta fatlaðs fólks og aldraðra

2002023

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagðar reglur.

11.Umhverfið okkar - Verkefni til framkvæmda

2011071

Erindi frá Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur hreppsnefndarfulltrúa.

RHG leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hreppsnefnd.

1. Að sveitarfélagið taki upp svipað fyrirkomulag og önnur sveitarfélög eru að gera, sem felst í því að íbúar fái að velja ákveðin verkefni eða koma með hugmyndir að verkefni sem gera má hér í sveitarfélaginu. Hægt væri að gera hvoru tveggja.

2. Að gert sé ráð fyrir í fjárhagsáætlun á hverju ári ákveðin upphæð til framkvæmda á völdum verkefnum.

12.Styrkir til félagssamtaka

2011069

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að veita eftirtalda styrki í ár að upphæð 330.000 kr til eftirtalinna aðila.

Mæðrastyrksnefnd
Fjöldskylduhjálp Íslands
Hjálparstofnun kirkjunnar

13.Styrkbeiðni 2020

2011051

Niðurstaða:
Lagt fram
Fylgiskjöl:

14.Heimild til að halda fundi sveitarstjórna og fastanefnda með fjarfundabúnaði

2011029

Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga hefur verið framlengd til 10. mars 2021. Auglýsing þess efnis birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 5. nóvember sl.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir með heimild samkvæmt VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaganna nr. 138/2011 sbr. auglýsingu nr. 1076/2020 eftirfarandi ráðstafanir til 10. mars 2021.

1. Að hreppsnefnd sé heimilt að nota fjarfundarbúnað á fundum sveitarstjórnar, fagráða og nefnda sveitarfélagsins sbr. 1. tl. 1. mgr. auglýsingarinnar.
Samþykkt 5:0

2. Að engar takmarkanir verða á fjölda fundarmanna sem taka þátt í fundum sveitarstjórnar, fagráða og nefnda með fjarfundabúnaði sbr. 2. tl. 1. mgr. auglýsingarinnar.
Samþykkt 5:0

3. Að heimilt sé að staðfesta fundargerðir með samþykki í tölvupósti eða með öðrum rafrænum hætti, sbr. 5. tl. 1. mgr. auglýsingarinnar.
Samþykkt 5:0

15.Búfjárhald - erindi til hreppsnefndar

2002028

Innsent erindi vegna ósk um bann við lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu.
Erindið hefur áður verið lagt fram í hreppsnefnd á fundi nr. 210 þann 10. mars 2020 og fundi nr. 220 þann 7. október 2020.
Niðurstaða:
Samþykkt
Meiri hluti hreppsnefndar telur sér ekki vera fært að banna lausagögnu búfjár í hreppnum að svo stöddu.

16.Fundargerðir Kjósarveita og Leiðarljós

2011030

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að leggja fundargerðir dótturfyrirtækjanna fyrir á fundum hreppsnefndar.

17.Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins málsnr. 1510002

2011040

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun 2021

18.Árgjald aðildarsveitarfélaga til SSH 2021

2011063

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagða Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2021

19.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

2012003

Niðurstaða:
Frestað
Frestað vegna tímaskorts.

20.Tillaga Þrastar Friðfinnssonar sveitarstjóra í Grenivík

2012002

Niðurstaða:
Lagt fram

21.Umhverfið okkar - Verkefni til framkvæmda

2011071

Erindi frá Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur hreppsnefndarfulltrúa.
RHG leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir hreppsnefnd.
1. Að sveitarfélagið taki upp svipað fyrirkomulag og önnur sveitarfélög eru að gera,
sem felst í því að íbúar fái að velja ákveðin verkefni eða koma með hugmyndir að
verkefni sem gera má hér í sveitarfélaginu. Hægt væri að gera hvoru tveggja.
2. Að gert sé ráð fyrir í fjárhagsáætlun á hverju ári ákveðin upphæð til framkvæmda á
völdum verkefnum.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að fara í þetta verkefni og gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

22.Til umsagnar 43. mál frá nefndasviði Alþingis

2011025

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.
Niðurstaða:
Lagt fram

23.Til umsagnar 81. mál frá nefndasviði Alþingis

2011033

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 81. mál.
Niðurstaða:
Lagt fram

24.Frá nefndasviði Alþingis - 276. mál til umsagnar

2011034

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013 (málsmeðferð o.fl.), 276. mál https://www.althingi.is/altext/151/s/0308.html
Niðurstaða:
Lagt fram

25.Frá nefndasviði Alþingis - 275. mál til umsagnar

2011036

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða og íbúðarhúsnæðis), 275. mál. https://www.althingi.is/altext/151/s/0307.html

Niðurstaða:
Lagt fram

26.Til umsagnar 265. mál frá nefndasviði Alþingis

2011037

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0294.html
Niðurstaða:
Lagt fram

27.Frá nefndasviði Alþingis - 240. mál til umsagnar

2011038

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 240. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0258.html
Niðurstaða:
Lagt fram

28.Frá nefndasviði Alþingis - 187. mál til umsagnar

2011039

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 187. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0188.html
Niðurstaða:
Lagt fram

29.Frá nefndasviði Alþingis - 82. mál til umsagnar

2011046

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019 (sveitarfélag fyrsta lögheimilis), 82. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0083.html
Niðurstaða:
Lagt fram

30.Til umsagnar 278. mál frá nefndasviði Alþingis

2011047

Alþingis- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0310.html
Niðurstaða:
Lagt fram

31.Frá nefndasviði Alþingis - lengdur frestur í 39. máli

2011048

Ákveðið hefur verið að framlengja umsagnarfrest í 39. máli (tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar) til 29. nóvember.
Niðurstaða:
Lagt fram

32.Frá nefndasviði Alþingis - 104. mál til umsagnar

2011060

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum, 104. mál.

Athygli er vakin á því að gestir kunna að verða boðaðir á fund nefndarinnar áður en umsagnafrestur er liðinn.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0105.html
Niðurstaða:
Lagt fram

33.Til umsagnar 311. mál frá nefndasviði Alþingis

2011061

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0347.html
Niðurstaða:
Lagt fram

34.Frá nefndasviði Alþingis - 323. mál til umsagnar

2011062

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof, 323. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0375.html
Niðurstaða:
Lagt fram

35.Frá nefndasviði Alþingis - 321. mál til umsagnar

2011067

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0361.html
Niðurstaða:
Lagt fram

36.Frá nefndasviði Alþingis - 322. mál til umsagnar

2011072

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0362.html
Niðurstaða:
Lagt fram

37.Frá nefndasviði Alþingis - 106. mál til umsagnar

2011073

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is


Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0107.html
Niðurstaða:
Lagt fram

38.SSH Stjórn -fundargerð nr. 511

2011027

Niðurstaða:
Lagt fram

39.SSH Stjórn -fundargerðr nr. 510

2011026

Niðurstaða:
Lagt fram

40.Stjórn SSH - Fundargerð 513

2011032

Niðurstaða:
Lagt fram

41.Stjórn SSH - Fundargerð 512

2011031

Niðurstaða:
Lagt fram

42.Fundargerð 890. fundar stjórnar sambandsins

2011056

Niðurstaða:
Lagt fram

43.Bréf frá Veiðifélagi Kjósarhrepps

2011022

Niðurstaða:
Lagt fram

44.Ágóðahlutagreiðsla 2020

2010057

Ágóðahlutagreiðsla Kjósarhrepps úr Sameignarsjóði EBÍ fyrir árið 2020.
Niðurstaða:
Lagt fram

45.Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019

2011041

Niðurstaða:
Lagt fram

46.Lykiltölur úr rekstri sveitarfélaga 2019

2011064

Niðurstaða:
Lagt fram

47.Önnur mál

2011035

Umræða um málefni Kjósarveitna og Leiðarljóss í kjölfars þeirra breytinga og atburða sem undan hafa gegnið í líðandi mánuði.

Fundi slitið - kl. 19:05.