Fara í efni

Sveitarstjórn

226. fundur 06. janúar 2021 kl. 15:00 - 17:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir að breyta auglýstri dagskrá, að bæta við dagskrálið nr. 4 umsókn um styrk til viðhalds vega, aðrir dagskrárliðir færast niður.
Hreppsnefnd samþykkti breytta dagskrá með fimm atkvæðum, KMK setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrábreytingu.

1.Skipulags- og byggingarnefndar_fundur nr. 142

2012043

Niðurstaða:
Lagt fram
Byggingarmál lögð fram.

2.Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.

2012044

Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.
Lögð fram breytt tillaga frá Landmótun að áður auglýstri breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, sem samþykkt var þann 28. ágúst 2000.
Breytingasvæðið nær yfir um 2,8 ha svæði í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði. Fyrirhugað er að byggja heitar sjóbaðslaugar og tilheyrandi aðstöðu fyrir gesti baðanna, svo sem búningsaðstöðu fyrir allt að 70 manns, veitingasölu og bílastæði fyrir um 50 bíla og 2-3 hópferðabíla.

Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Náttúrufræðistofnun Íslands, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Engar athugasemdir bárust frá almenningi. Skipulagsfulltrúi kom umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu.

Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að mikilvægt sé að skilgreina það sem segir í greinargerð aðalskipulags Kjósarhrepps; þ.e. hvað sé átt við með orðalaginu ?til eigin nota? og hver skilningur sveitarstjórnar sé á orðalaginu ?minniháttar efnistaka?.

Það er skilningur hreppsnefndar að ?til eigin nota? sé átt við efnistöku í landinu sem um ræðir og sé ekki til sölu. Og að ?Minniháttar efnistaka? er átt við allt að 1.000 m³ og allt að 1 ha., sbr. bókun í fundargerð 214. fundar Hreppsnefndar þann 05.05.2020.

Þá var óskað eftir undaþágu hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu frá 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Í greininni segir m.a. að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Féllst ráðuneytið á að veita undanþágu frá 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 vegna byggingar sjö baðlauga á byggingarreit A og allt að 300 fermetra búningsaðstöðu á byggingarreit B í samræmi við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur sem fylgdi erindi skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps þann 25. ágúst 2020.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags. Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytta tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir bókun skipulags- og byggingarnefndar.

3.Drög - Umsögn um drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu

2101002

Niðurstaða:
Lagt fram

4.Umsókn um styrk til viðhalds vega

2005027

Mál áður á dagskrá hreppsnefndarfundar nr. 215 þann 14.05.2020
Niðurstaða:
Synjað
Hreppsnefnd synjar umsókn um styrk til snjómoksturs og viðhalds vega í frístundabyggð þar sem ekki hafa verið mótaðar reglur um slíkt.
Hreppsnefnd samþykkir að fela samgöngu - og frjarskiptanefnd að skoða mögulega aðkomu hreppsins að snjómokstri í frístundabyggðum Kjósarhrepps.

5.Til umsagnar 369. mál frá nefndasviði Alþingis

2012024

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. febrúar 2021 nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is


Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0461.html
Niðurstaða:
Lagt fram

6.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

2012003

Niðurstaða:
Lagt fram

7.Frá nefndasviði Alþingis - 354. mál til umsagnar

2012034

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0440.html
Niðurstaða:
Lagt fram

8.Frá nefndasviði Alþingis - 355. mál til umsagnar

2012035

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0441.html
Niðurstaða:
Lagt fram

9.Frá nefndasviði Alþingis - 356. mál til umsagnar

2012036

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0442.html
Niðurstaða:
Lagt fram

10.Frá nefndarsviði Alþingis - 339. mál til umsagnar

2012037

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0401.html
Niðurstaða:
Lagt fram

11.Frá nefndasviði Alþingis - 360. mál til umsagnar

2012041

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. janúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0452.html
Niðurstaða:
Lagt fram

12.Notendaráð fatlaðs fólks - Fundur nr. 10

2101004

Niðurstaða:
Lagt fram

13.SSH Stjórn -fundargerð nr. 517

2012042

Niðurstaða:
Lagt fram

14.Önnur mál

2101008

ÞJ var með fyrirspurn varðandi framgang másins varðandi röskun á vatnsbökkum við Meðalfellsvatn.
KMK hefur málið í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:00.