Fara í efni

Sveitarstjórn

227. fundur 03. febrúar 2021 kl. 15:00 - 18:30 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Erindi til hreppsnefndar - Skráð lögbýli - óstaðsett í hús

2101006

Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið.
Oddvita falið að ræða við landeigendur.

2.Möðruvellir 2021

2101018

Niðurstaða:
Lagt fram

3.Deiliskipulag frístundabyggðar í Flekkudal - umsögn Veðurstofu Íslands

2101023

Deiliskipulag frístundabyggðar í Flekkudal - umsögn Veðurstofu Íslands
Deiliskipulag í landi Flekkudals fyrir lóðinar Flekkudalur 9, 10, 11, 12 og 13 hefur öðlast gildi með auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda. Á dögunum barst umsögn Veðurstofu Íslands 5. og 19. janúar.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða:
Lagt fram

4.Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020 - 2024 - kynning

2101024

Niðurstaða:
Lagt fram

5.Drög-Erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar

2101025

Erindisbréf fyrir skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps ? Lögð fram drög að erindisbréfi skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps.

Afgreiðsla: Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja drögin að erindisbréfinu með fyrirvara um að ekki hafi borist athugasemdir frá nefndarmönnum fyrir kl 12:00 næstkomandi mánudag, 25. janúar.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagt erindisbréf.

6.Athugasemdir Dap ehf. vegna grenndarkynningar Birkihlíð 1, Kjósarhreppi

2101007

Niðurstaða:
Synjað
Tekið var fyrir minnisblað frá Kristni Bjarnasyni hrl. sem sent var Kjósarhreppi 30.10.2019.
Fyrir mistök barst það ekki til afgreiðslu á þeim tíma.
Minnisblaðið fjallaði um lagaleg atriði sem koma til skoðunar vegna erindis Gunnars Inga Jóhannessonar fyrir hönd DAP ehf. dags 31. maí 2019 um að lóðablað fyrir Birkihlíð 1, landnúmer 218849, verði fellt úr gildi.

Bókun hreppsnefndar.
Erindinu er hafnað.

7.Hjólaleiðir í Kjósarhreppi

2101032

Ómar Smári Kristinsson heiti ég og er höfundur Hjólabókanna.
Ég er að skrifa bók um suðvesturhorn landsins. Í henni lýsi ég vegum, stígum og slóðum.

Ein hringleiðanna (rauða línan á meðfylgjandi korti) sem ég ætla að lýsa liggur að langmestu leyti innan marka Kjósarhrepps. Gular línur eru tilbrigði og útúrdúrar sem ég vil einnig fjalla um.


Erindi mitt við sveitarstjórnina eða einhvern sem hún setur í málið er þetta:

- Fá úr því skorið hvort leyfilegt / æskilegt sé að hjólað sé á þeim leiðum sem sýndar eru.

- Fá tillögur að æskilegri leiðum, sé um þær að ræða.


Með kveðju og fyrirfram þökk

Ómar Smári Kristinsson, 061067-3379
Niðurstaða:
Synjað
Hreppsnefnd hafnar því að reiðvegir séu skilgreindir sem hjólastígar, enda liggur ekki fyrir samþykki landeigenda.

8.Reglur Kjósarhrepps um heimagreiðslu til foreldra

2101039

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir framlagðar reglur

9.Akstur í félagsmiðstöðina Flógyn

2102005

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að bjóða uppá akstur einu sinni í viku í félagsmiðstöðina Flógyn fram á vor og endurskoðar fyrirkomulagið fyrir skólaárið 2021-2022

10.Bréf frá félagsmálaráðuneyti - sérfræðingateymi vegna barna með fjölþættan vanda

11.Frumvarp til laga um jarðalög - beiðni um umsögn

2101027

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskyldu o.fl), 375. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021 nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Niðurstaða:
Lagt fram

12.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál

2101029

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021 nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0625.html
Niðurstaða:
Lagt fram

13.Frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða

2101030

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. febrúar 2021 nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0626.html
Niðurstaða:
Lagt fram

14.Þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

2101033

Ágæti viðtakandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0462.html
Niðurstaða:
Lagt fram

15.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

2101036

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0470.html
Niðurstaða:
Lagt fram

16.Þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

2101037

Ágæti viðtakandi.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0122.html
Niðurstaða:
Lagt fram

17.Skipulags- og byggingarnefnd_fundur 143

2101022

Niðurstaða:
Staðfest

18.Fundargerð nr. 25 - Viðburða- og menningarmálanefndar

19.Umhverfisnefnd - Fundargerð nr. 24

2101028

Niðurstaða:
Staðfest

21.SSH Stjórn -fundargerð nr. 518

2101017

Niðurstaða:
Lagt fram

22.Kynning á fýsileika samræmingar úrgangsflokkunar - skýrsla málsnr. 1906002

2101021

Niðurstaða:
Lagt fram

23.Reglugerð um stuðning við bætt aðgengi fatlað fólks

2102003

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:30.