Fara í efni

Sveitarstjórn

229. fundur 07. apríl 2021 kl. 15:00 - 18:40 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrá.

1.Erindi - Hitaveita

2103055

Ég er einn af eigendum Skorhaga og eigandi Skógarholts í landi Skorhaga í Brynjudal.
Erindi þessa póst er formleg kvörtun yfir því að Brynjudalur virðist vera eina svæðið í öllum Kjósarhrepp sem er með enga hitaveitu. Af hverju það sé, er erfitt að sjá. Það eru þó nokkrir mögulegir notendur hér í dalnum, og er fyrirséð mikil uppbygging í kortunum. Nú þegar er alveg auðséð að skortur á heitu vatni er að hefta mögulega uppbyggingu og úthlutun og sölu lóða á svæðinu. Sem dæmi er búið að skipta svæðum niður í sumarbústaðalóðir í landi Skorhaga. Löndin heita Seldalur, Skógarholt og Djúpidalur. Hvert land inniheldur lóðir og svæði fyrir nokkur sumarhús. Innar í dalnum eru svo einnig möguleikar á framtíðar sumarhúsabyggð, ásamt því að nokkrir heilsárs notendur eru þar.
Uppbygging í landi Skógarholts er nú þegar hafin. Búið er að reisa þar tvær byggingar, og mun stórt staðsteypt sumarhús vera reist þar á þessu og næsta ári.
Nú væri ég til í að heyra haldbær rök fyrir því af hverju búið er að hitaveituvæða hér um bil alla Kjósina, en ekki Brynjudal? Eru ástæður þess pólítískar, fjárhagslegar eða bara almennt athafnaleysi? Það er klárt mál að innleiðing hitaveitu er stór liður í því að ýta undir uppbyggingu á svæðinu. Þessi byggð er steinsnar frá höfuðborginni, og í raun óskiljanlegt af hverju það sé ekki möguleiki á rennandi heitu vatni. Það er erfitt að finna sumarhúsabyggð svona nálægt borginni, þar sem ekki neitt heitt vatn er að finna. Ef það er einhver áhugi hjá hreppnum að ýta undir og hvetja fólk til uppbyggingar, þá hlýtur að vera rökrétt næsta skref að huga að þessum málum. Það er búið að leggja ljósleiðara og rafmagn að húsum dalsins, en ekki hitaveitu ? sem er erfitt að skilja.
Með von um jákvæð svör
Bestu kveðjur
Hermann B Baldvinsson
Niðurstaða:
Lagt fram
Hreppsnefnd felur oddvita og stjórnarformanni Kjósarveitna að láta meta líkur á að finna heitt vatn í Brynjudal sem mætti nota fyrir íbúðarhús og orlofshús í nágrenninu og gera kostnaðargreiningu.

2.Félags-, æskulýðs- og jafnréttisnefnd fundur. 17

3.Reglur um fjárhagsaðstoð í Kjósarhreppi

2103030

Niðurstaða:
Samþykkt

4.Félagslegt húsnæði

2103035

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir tillögu félags- æskulýðs- og jafnréttisnefndar um að oddvita verði falið að vinna að endurnýjun á samningi um félagslegt húsnæði.

5.Umhverfisnefndar - Fundur nr. 27

2103079

Niðurstaða:
Samþykkt
5.liður dagskrár Umhverfisnefndar fundur 27
Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita fá tilboð í uppsetningu 3ja grenndarstöðva fyrir úrgang. Jafnfram að gera áætlun um stofnkostnað og rekstur stöðvanna.

6.Umhverfisnefnd - Fundur nr. 28

2103081

Niðurstaða:
Lagt fram

7.Viðburða- og menningarmálanefndar - Fundargerð nr. 28

2103084

Niðurstaða:
Lagt fram

8.Tilnefning fulltrúa í ráðgjafaráð málsnr. 2102010 -Kjós

2103015

Beiðni um tilnefningu á fulltrúa í ráðgjafahóp um áfangastaða- og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið.
Niðurstaða:
Lagt fram

9.Beiðni um tilnefningu í stafrænan samráðshóp

2103016

Beiðni um tilnefningu sveitarfélagsins á tveimur fulltrúum í stafrænan samráðshóp.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að tilnefna Guðnýju G. Ívarsdóttur og Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur í stafrænan samráðshóp.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - Fundur nr. 145

2103080

Niðurstaða:
Staðfest
Byggingarmál liðir 9-10-11 samþykktir

11.Deilsikipulag frístundabyggðar - Brekkur

2103068

Deiliskipulag frístundabyggðar - Brekkur
Landlínur, fyrir hönd eigenda, leggja fram drög að tillögu deiliskipulags ásamt óverulegri breytingu aðalskipulags í landi Brekkna fyrir lóðinar Brekkur 1-6. Deiliskipulag frístundabyggðar Brekkna í landi Möðruvalla 1 í Kjósarhreppi tekur til 4,8 ha svæðis. Innan svæðisins verða skilgreindar sex frístundalóðir, uppbygging er hafin á tveimur lóðum, Brekkur 3 og 4. Allar lóðirnar eru nú þegar stofnaðar úr landi Möðruvalla 1, sem er í eigu Kjósarhrepps. Skipulagsvæðið hallar til norð-austurs og er við rætur Möðrudalshálsa. Aðkoma að lóðum er um veginn Brekkur sem tengist Meðalfellsveg (461). Skipulagssvæðið afmarkast í suðri, norðri og vestri af Möðruvöllum 1 , en í vestri afmarkast svæðið einnig af frístundalóðunum Brekkum 8 og 9. Í austri afmarkast svæðið af Möðruvöllum 13 og lóðinni Möðruvöllum Hitaveita.

Skipulagsfulltrúi kynnti drög að tillögum.
Niðurstaða:
Lagt fram

12.Framkvæmdaleyfi

2103020

Framkvæmdaleyfi
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku og vegagerð í frístundabyggð við Sandsá í landi Eyja 2, í Kjósarhreppi, dags. 2. febrúar 2021. Þ.e. fyrir frístundabyggðirnar í Eyjabakka og Sandsárbakka, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur umsögn Hafrannsóknarstofnunar og leyfi frá Fiskistofu.
Afgreiðsla:
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, en í gildi er deiliskipulag af svæðinu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir umsókina og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi.

13.Breyting á aðalskipulagi í landi Eyrarkots

2103069

Breyting á aðalskipulagi í landi Eyrarkots
Lögð fram tillaga, dags. 19.03.2021, á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, er varðar landnotkun í landi Eyrarkots. Lýsingin hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og hefur verið brugðist við þeim.

Afgreiðsla:
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2103021

Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
Hálsendi 9, L126098 - Fyrirspurn ? Fyrirspurn vegna byggingar matshluta 02 á lóðinni. Þ.e. hvort leyft yrði að hafa þak einhalla, um 5, en í deiliskipulagi er talað um að ?æskilegan halla 35°-45°.

Afgreiðsla:
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Niðurstaða:
Samþykkt

15.Umsókn um stofnun lóðar - Hrísakot, L126104

2103070

Umsókn um stofnun lóðar - Hrísakot, L126104
Landgræðslusjóður óskar eftir stofnun lóðar (landsspildu) á þegar byggðu landi í landi Hrísakots, er fengi nafnið Hrísakot 2.

Afgreiðsla:
Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001 og að fyrir liggi samþykki að vegtengingu fyrir lóðina.
Niðurstaða:
Samþykkt

16.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa

2102057

Fyrirspurn til byggingarfulltrúa
Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu vegna byggingar á u.þ.b 400,0 m2 gróðurhúsi. skv. myndum í tölvupósti dags. 18.03.2021.

Afgreiðsla
Jákvætt tekið í erindið.
Niðurstaða:
Lagt fram

17.Stofunun frístundalóða í landi Þúfukots

2103022

Umsókn um stofnun lóða - Þúfukot, L1126494
Óskað er eftir stofnun átta* lóða á deiliskipulagi í landi Þúfukots, er fengju nafnið Kot 1-8.

*Misritað var að sótt væri um stofnun sjö lóða í landi Þúfukots, L1126494. Hið rétta er að sótt var um að stofna átta lóðir.SHÓ
Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Niðurstaða:
Samþykkt

18.Úrskurður 1042020_Nýja- Kot

2103073

Niðurstaða:
Lagt fram
Fylgiskjöl:

19.Aukinn stuðningur við úrbætur í aðgengismálum fatlaðs fólks

2103054

Niðurstaða:
Lagt fram
Þórarinn Jónsson yfirgefur fundinn.

20.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

2103013

Niðurstaða:
Lagt fram

21.Styrktarsjóður EBÍ 2021

2103083

Niðurstaða:
Lagt fram

22.Notendaráð fatlaðsfólks fundur nr. 11

2103024

Niðurstaða:
Lagt fram

23.Notendaráð fatlaðs fólks - 12

2103023

Niðurstaða:
Lagt fram

24.Viðburða- og menningarmálanefnd fundur nr. 26

2103032

Niðurstaða:
Lagt fram

25.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 51998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

2103010

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0304.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html
Niðurstaða:
Lagt fram

26.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 71998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

2103025

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 (menntun og eftirlit), 562. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0942.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.
Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html
Niðurstaða:
Lagt fram

27.Frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

2103026

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablaðið og aukatekjur ríkissjóðs (gjaldfrjáls rafræn útgáfa), 273. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/305.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

28.frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

2103027

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (samþætting þjónustu, hlutverk o.fl.), 561. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0941.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

29.Frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 351970, með síðari breytingum., 470. mál.

2103028

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um Kristnisjóð o.fl., nr. 35/1970, með síðari breytingum., 470. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0793.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

30.Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 741997 (beiting nauðungar), 563. mál.

2103042

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga, nr. 74/1997 (beiting nauðungar), 563. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0943.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

31.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 902018, 585. mál

2103043

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, 585. mál

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0993.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

32.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 242000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.

2103045

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (fjölgun jöfnunarsæta), 496. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 6. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0827.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

33.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.

2103046

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarafundir, íbúakosningar um einstök mál), 491. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0822.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

34.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál

2103059

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísanir, dvalar- og atvinnuleyfi), 602. mál

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 7. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1029.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

35.Frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.

2103076

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 622. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 9. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1077.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.
Niðurstaða:
Lagt fram

36.Fundargerð 895. fundar stjórnar sambandsins

2103011

Niðurstaða:
Lagt fram

37.SSH Stjórn -fundargerð nr. 521

2103029

Niðurstaða:
Lagt fram

38.SSH Fundargerð nr. 98 svæðisskipulagsnefndar málsnr. 2003003

2103037

Niðurstaða:
Lagt fram

39.SSH Fundargerð nr. 99 svæðisskipulagsnefndar

2103041

Niðurstaða:
Lagt fram

40.Fundargerð 896. fundar stjórnar sambandsins

2103077

Niðurstaða:
Lagt fram

41.Stöðuskýrsla nr 11 frá teymi uppbyggingar félags- og atvinnumála

2103036

Niðurstaða:
Lagt fram

42.Landsþingi frestað

2103053

Landsþing sem vera átti þann 26. mars nk er frestað fram í maí.
Niðurstaða:
Lagt fram

43.Reikningsskila- og upplýsinganefnd

2103056

Niðurstaða:
Lagt fram

44.Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili

2103078

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:40.