Fara í efni

Sveitarstjórn

231. fundur 21. apríl 2021 kl. 15:00 - 17:15 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Ársreikningur Kjósarhrepps 2020 lagður fram til fyrri umræðu í hreppsnefnd. Fundinn sat Arna G Tryggvadóttir endurskoðandi Kjósarhrepps í fjarfundarbúnaði. Karl Magnús Kristjánsson oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn.

1.Ársreikningur Kjósarhrepps 2020

2104040

Niðurstaða:
Lagt fram
Ársreikningur Kjósarhrepps A og B hluta lagður fram til fyrri umræðu í hreppsnefnd.
Þá fór endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings 2020

Eftir umræðu um niðurstöður ársreikninga þakkaði oddviti endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings.
Anna G. Tryggvadóttir yfirgefur fundinn.

Samþykkt að vísa ársreikningi Kjósarhrepps 2020 til annarrar og síðari umræðu á fundi hreppsnefndar þann 12. maí 2020
Þórarinn Jónsson forfallaðist.

Fundi slitið - kl. 17:15.