Fara í efni

Sveitarstjórn

237. fundur 18. ágúst 2021 kl. 15:00 - 16:54 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson varaoddviti
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn og gesti velkomna og setti fund.

1.Íbúafundur Kjósarhreppi - 22. júní 2021

2106048

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að fara í könnunarviðræður um mögulega sameiningu við nærliggjandi sveitarfélög í samræmi við niðurstöðu íbúafundar.

2.Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar og samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag

2108009

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að veita Karli Magnúsi Kristjánssyni oddvita fullt og ótakmarkað umboð til undirritunar á samkomulagi sveitarfélaganna.
Hreppsnefnd felur oddvita að ræða við mögulega varamenn.

3.Fjallskilaboð í Kjósarhreppi 2021

2108016

Niðurstaða:
Samþykkt
Fjallskil til lögrétta í Kjósarhreppi á þessu hausti verða á eftirtöldum dögum í Kjósarrétt.
1. rétt verður sunnudaginn 19. september kl. 15:00
2. rétt verður sunnudaginn 03. október kl. 15:00

Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal sér um smölun á landi Stóra-Botns, sunnan varnargirðingar.
Réttarstjóri í Kjósarrétt verður Sigurður Ásgeirsson, Hrosshóli.
Marklýsingarmenn í Kjósarrétt verða Hreiðar Grímsson, Grímsstöðum og Dóra S. Gunnarsdóttir, Hækingsdal.
Í útréttir fara eftirtaldir:
1. Þingvallarétt Helgi Guðbrandsson, Hækingsdal
2. Þingvallarétt Hreiðar Grímsson, Grímsstöðum

4.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa

2106047

Áður á dagskrá hreppsnefndar nr. 235

2106047 Þúfukot 4 - Nýja kot, L213977 - Breytt nýting húss
Skipulags- og byggingarnefnd - 148
Nefndin samþykkir að frístundahúsið á lóðinn Þúfukot 4 sé skráð sem íbúðarhús og byggingarfulltrúa falið að skrá það sem slíkt.
Bókun fundar
Synjað:
Hreppsnefnd óskar eftir eftirtöldum gögnum:
Hnitsettu lóðarblaði staðfestu af lóðareiganda og nærliggjandi landeiganda.
Afrit af umsókn þinglýstra eigenda um að breyta sumarhúsi í íbúðarhús.
Lokaúttekt byggingarfulltrúa á að sumarhúsið standist kröfur um íbúðarhúsnæði.
Niðurstaða:
Niðurstaða þessa fundar
Hreppsnefnd staðfestir bókun skipulags- og byggingar á fundi 148 nr. 16.Þúfukot 4 - Nýja kot, L213977 - Breytt nýting húss með 3 atkvæðum. ÞJ og GD sitja hjá.

5.Lántaka vegna landakaupa

2108017

Niðurstaða:
Frestað

6.Viðburða- og menningarmálanefndar - Fundargerð nr 33

2107017

Niðurstaða:
Staðfest

7.Viðburða- og menningarmálanefndar - Fundargerð nr 34

2107018

Niðurstaða:
Staðfest

8.Viðburða- og menningarmálanefndar - Fundur nr. 35

2107034

Niðurstaða:
Staðfest

10.SSH Stjórn -fundargerð nr. 527

2107014

Niðurstaða:
Lagt fram

11.Fundargerð 33. eigendafundar Sorpu bs. 29.06.2021

2107015

Niðurstaða:
Lagt fram

12.Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð

13.Önnur umbeðin gögn - 08-2021

2108018

Fundi slitið - kl. 16:54.