Fara í efni

Sveitarstjórn

238. fundur 01. september 2021 kl. 15:00 - 19:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson varaoddviti
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Lántaka vegna landakaupa

2108017

Niðurstaða:
Samþykkt
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 80.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. október 2034, í samræmi við samþykkta lánsumsókn hjá Lánasjóðnum.
Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á kaupum á framtíðar byggingarlandi sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Karl Magnúsi Kristjánssyni, oddvita og sveitarstjóra, kt. 300448-4619, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kjósarhrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

2.Tillaga að skipulagsferli á landssvæði úr Valdastaðalandi

2108055

Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt að fela oddvita að undirbúa samning við Batteríið um aðstoð við skipulagsferli á landi sem Kjósarhreppur er að ganga frá kaupum á.

3.Kjósarhreppur - 6 mánaða uppgjör

2108054

Niðurstaða:
Lagt fram

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun - 2021

2108053

Niðurstaða:
Lagt fram
Fyrsta umræða að viðauka nr. 01

5.Forsendur fjárhagsáætlana 2022-2025

2108019

Niðurstaða:
Lagt fram

6.Tilboð í tilraunaboranir

2108056

Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt að fela oddvita að ganga frá samningi við Vatnsborun um gerð tilraunaborhola í landi Brynjudals og nágrennis í Hvalfirði.

7.Breyting á aðalskipulagi í landi Eyrarkots

2103069

Áður á dagskrá hreppsnefndar 235. fundur
07. júlí 2021
Niðurstaða:
Samþykkt
Með vísan til umburðarbréfs Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 28.05.2021, um breytingar á jarðalögum, samþykkir hreppsnefnd að breyta landnotkun á hluta landbúnaðarsvæðis í landi Eyrarkots, í verslunar- og þjónustusvæði ( 2 ha), frístundabyggð (4,8 ha) og íbúabyggð(10 ha).

8.Breyting á aðalskipulagi - Álfagarður

2104048

Áður á dagskrá hreppsnefndar 235. fundur
07. júlí 2021
Niðurstaða:
Samþykkt
Með vísan til umburðarbréfs Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 28.05.2021, um breytingar á jarðalögum, samþykkir hreppsnefnd að breyta landnotkun úr landbúnaðarlandi í íbúabyggð um 7,9 ha.

9.Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18

2108002F

  • Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
  • Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18 Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja þessa gjaldskrá Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
  • Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18 Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja þessa gjaldskrá Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
  • Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18 Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja þessar reglur Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
  • Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18 Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja vistunarsamninginn Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
  • Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18 Lagt er til við hreppsnefnd að samþykkja endurnýjun á verksamningi. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir framlagðan samning.
  • 9.7 2108039 Stoðþjónusta
    Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18 Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja samning fram að áramótum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt
  • Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18 Til að sporna við félagslegri einangrun og að það sé hvetjandi fyrir börn og ungmenni sækja viðurkennt félagsstarf almennt.
    Lagt er til að hreppsnefnd samþykki akstur tvisvar í viku í félagsmiðstöðina Flógyn til áramóta.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Hreppsnefnd samþykkir akstur tvisvar í viku í félagsmiðstöðina Flógyn til áramóta, til að sporna við félagslegri einangrun og að það sé hvetjandi fyrir börn og ungmenni sækja viðurkennt félagsstarf almennt.
  • Félags-,æskulýðs- og jafnréttisnefnd - 18 Niðurstaða þessa fundar Erindi svarað

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 149

2108003F

11.SSH Stjórn -fundargerð nr. 527

2107014

Niðurstaða:
Lagt fram
KMK afhenti hreppsnefndarmönnum eintak af bókinni "Þegar Kjósin ómaði af söng" sem var gefin af útgefendum bókarinnar, Ágústu Oddsdóttur og Sæbirni Kristjánssyni.

Fundi slitið - kl. 19:00.