Fara í efni

Sveitarstjórn

242. fundur 28. október 2021 kl. 15:00 - 16:25 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir ritari
  • Guðný Guðrún Ívarsdóttir nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson varaoddviti
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Karl Magnús Kristjánsson oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Fjárhagsáætlun Kjósarhrepps 2022 - 2025

2110050

Fyrri umræða.
Oddviti fór yfir og kynnti forsendur fjárhagsáætlunarinnar.
Niðurstaða:
Samþykkt
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Hreppsnefnd samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda á árinu 2022:
Álagning útsvars verði 13,73%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-flokkur 0,35% af fasteignamati.
B-flokkur 1,32% af fasteignamati.
C-flokkur 0,35% af fasteignamati.
Gjaldskrár sorphirðu og fráveitu samþykktar.
Þá samþykkir hreppsnefnd að vísa fjárhagsáætlun 2022-2025 til síðari umræðu í hreppsnefnd.

Fundi slitið - kl. 16:25.