Fara í efni

Sveitarstjórn

260. fundur 05. júlí 2022 kl. 16:00 - 19:30 stóra fundarsal m. skjá í Ásgarði
Nefndarmenn
 • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
 • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) varaoddviti
 • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) ritari
 • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
 • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Ritari
Dagskrá
Jóhanna Hreinsdóttir oddviti, bauð fundarmenn velkomna og óskaði eftir að breyta auglýstri dagskrá, að bæta við dagskrá mál nr. 6. Ásgarðsland og mál nr. 7 Ósk um breytt sveitarfélagamörk v. lóð fyrir fjarskiptamiðstöð.
Hreppsnefnd samþykkti breytta dagskrá, JH setti fund skv. með fyrirliggjandi dagskrábreytingu.

1.Siðareglur kjörinna fulltrúa

2206057

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum að vinna eftir siðareglum Kjósarhrepps

2.Starfssamningur oddvita

2207010

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir tímabundinn ráðningasamning við oddvita 5/5 atkvæðum.

3.Starfmannmál

2207011

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum tilboð Intellecta vegna ráðingarferlis Skipulags- og byggingarfulltrúa.

4.Áfangastaðafulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi

2207001

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi reka Áfangastaða- og Markaðssvið SSV sem heldur utan um verkefni sem lúta að þróun, uppbyggingu, gæðum og kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi.
Sviðið samanstendur af starfsemi og verkefnum sem heyra undir Áfangastaðastofu Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands ehf. sem er alfarið í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir 5/5 atkvæðum að tilnefna Jóhönnu Hreinsdóttur starfandi oddvita sem áfangastaðafulltrúa sveitarfélagins.

5.Vegamál Norðurnesi

2206043

Í þeim gríðarlegu leysingum er áttu sér stað seinnipartinn í mars urðu miklar skemmdir á veginum í gilinu. (sjá myndskeið í viðhengi).Trönudalsáin flæddi yfir veginn og gróf hann í sundur og urðum við innlyksa nokkrar fjölskyldur á svæðinu.
Fengum við aðila til að koma og bjarga okkur.Veginum var reddað til bráðabirgða en ljóst er að fara þarf í miklar framkvæmdir á þessum stað.
Ég fengum verktaka á staðinn um páskana til að kíkja á aðstæður og meta hvað þetta gæti kostað. Áætlaði hann að þetta yrði einhverstaðar milli 2 til 3 mkr.
Nú er það nú þannig að þetta er gömul þjóðleið. Mikið notuð af ferðamönnum og allskonar útivistar fólki sem og flestum ábúendum í nágrenninu.
Það er ljóst að það er mikið högg fyrir félagið ef við eigum ein að standa að þessum vegbótum!
Ég fer þess á leit að hreppurinn komi að þessu verkefni með okkur með myndarlegum hætti.
Niðurstaða:
Synjað
Hreppsnefnd synjar erindinu og felur oddvita að svara viðkomandi.

6.Ásgarðsland

2207014

Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að ganga frá afsali og lokagreiðslu.

7.Ósk um breytt sveitarfélagamörk v. lóð fyrir fjarskiptamiðstöð

2205104

Mál áður á dagskrá hreppsnefndarfundar nr. 258 þann 7. júní 2022.
Niðurstaða:
Samþykkt
Hreppsnefnd samþykkir að breyta staðarmörkum Kjósarhrepps þannig að lóð í landi Stardals sem fellur innan staðarmarka bæði Kjósarhrepps og Reykjavíkur verði einungis innan staðarmarka Reykjavíkur. Jafnframt veitir hreppsnefnd oddvita heimild til að undirrita hjálagt samkomulag.

8.Önnur mál

2207009

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 159

2206001F

Niðurstaða:
Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Elís Guðmundsson verður formaður.
  Magnús Kristmannsson verður varaformaður.
  Petra Marteinsdóttir verður ritari.
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Nefndin mun fara yfir erindisbréfið og leggja það fyrir næsta fund og afgreiða til hreppsnefndar. Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Nefndin samþykkir að vinna eftir siðareglum þessum. Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að heimilt verði að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga. Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir bókun nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna
  umsagnir og athugasemdir fyrir landeiganda og hafa til hliðsjónar í skipulagsvinnunni sem framundan er.

  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að kynna aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar eftir kynningu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir bókun nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Nefndin leggur til við sveitarsjórn að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 skv. 1. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna, Möðruvelli 1, skv. 1. mgr. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir bókun nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags, ásamt því að fyrir liggur undanþága Innviðaráðuneytisins, frá 5.3.2.14. gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, vegna nálægðar við Sandsá.
  Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

  Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir bókun nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Skipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags, ásamt því að fyrir liggur undanþága Innviðaráðuneytisins, frá 5.3.2.14. gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

  Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir bókun nefndarinnar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Nefndin vísar málinu til hreppsnefndar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Samræmist deiliskipulagi. Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn (F-550) sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunalands. Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir bókun skipulags- og byggingarnefndar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001 og að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur, undirritaður af byggingarfulltrúa. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki Vegagerðarinnar. Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir bókun skipulags- og byggingarnefndar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Lóðin sem um ræðir er í aðalskipulagi á svæði sem skilgreint er fyrir frístundabyggð F12b og því þyrfti að breyta aðalskipulaginu á umræddu svæði. Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd staðfestir bókun skipulags- og byggingarnefndar.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Nefndin leggur til eftirfarandi umsögn til hreppsnefndar: "Kjósarhreppur hefur verið meðvitaður um fyrirætlanir Hvítanes ehf. um uppbyggingu á nesinu og þá skógrækt sem sýnd er á uppdrætti og fjallað er um í umsögn RML. Áætlanirnar falla vel að landinu og kæmu í góðu náttúrulegu framhaldi af skógræktinni í Fossá, sem er nágrannajörð Hvítaness í austur. Umsögn RML er jákvæð og falla fyrirætlanir Hvítaness ehf. vel að sýn Kjósarhrepps. Kjósarhreppur sér því ekkert til fyrirstöðu að veita jákvæða umsögn og mælir með stofnun lögbýlis að Hvítanesi í Kjósarhreppi".
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest Bókun fundar Hreppsnefnd er meðvituð um fyrirætlanir Hvítanes ehf. um uppbyggingu á nesinu og þá skógrækt sem sýnd er á uppdrætti og fjallað er um í umsögn RML. Áætlanirnar falla vel að landinu og kæmu í góðu náttúrulegu framhaldi af skógræktinni í Fossá, sem er nágrannajörð Hvítaness í austur. Hreppsnefnd sér því ekkert til fyrirstöðu að veita jákvæða umsögn og mælir með stofnun lögbýlis að Hvítanesi í Kjósarhreppi.
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Nefndin vísar málinu til hreppsnefndar. Niðurstaða þessa fundar Niðurstaða þessa fundar Bókun fundar Hreppsnefnd vísar málinu til Kjósarveitna ehf
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein
  skipulagslaga málsgrein 2.
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein
  skipulagslaga málsgrein 2.
  Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Samræmist ekki aðalskipulgi. Nýtingarhlutfall yrði 0,05, en mætti ekki vera meira en 0,03. Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Niðurstaða þessa fundar Staðfest
 • Skipulags- og byggingarnefnd - 159 Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein
  skipulagslaga málsgrein 2.

  Niðurstaða þessa fundar Staðfest

10.Fundargerð nr 41 - Viðburða- og menningarmálanefndar

2206048

Niðurstaða:
Staðfest

11.Fundargerð aukaaðalfundar HEV 2022

2206053

Niðurstaða:
Staðfest

12.Fundargerð Kjósarveitna ehf - Aðalfundur

2207004

Niðurstaða:
Lagt fram
Stjórn Kjósarveitna skipa.
Pétur Guðjónsson stjórnarformaður
Jóhanna Hreinsdóttir ritari
Guðmundur Davíðsson meðstjórnandi
Guðný G Ívarsdóttir varamaður

13.Kjósarveitur ehf - Fundargerð nr. 65

2207005

Niðurstaða:
Lagt fram

14.Fundargerð Leiðarljós ehf - Aðalfundur 2022

2207003

Niðurstaða:
Lagt fram
Stjórn Leiðarljóss skipa.
Pétur Guðjónsson
Jóhanna Hreinsdóttir
Guðmundur Davíðsson

15.Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps

2206013

Niðurstaða:
Lagt fram

16.Fundargerð Stjórn SSH - 540

2206022

Niðurstaða:
Lagt fram

17.Fundargerð 910. fundar stjórnar sambandsins

2207008

Niðurstaða:
Lagt fram

18.Fundargerð 911. fundar stjórnar sambandsins

2207007

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:30.