Fara í efni

Sveitarstjórn

266. fundur 01. nóvember 2022 kl. 16:00 - 17:40 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Álagning gjalda og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar 2023

2210027

Til að koma til móts við hækkun fasteignamats hefur sveitarstjórn ákveðið að lækka álagningarhlutfall í a flokki fasteignagjalda úr 0,35% í 0,3255%.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

2.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2210012

Fjárhagsáætlun 2023-2026 lögð fram til fyrri umræðu.
Fjárhagsáætlun 2023-2026 vísað til seinni umræðu.

3.Breytt skipan í Almannavarnarnefnd Höfuðborgarsvæðisins

2210031

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins skal vera skipuð af einum kjörnum fulltrúa frá hverri sveitarstjórn auk framkvæmdarstjóra sveitarfélagsnna. Tveir varamenn eru skipaðir af sveitarstjórnum. Lagt er til að sveitarstjóri og Sigurþór I.Sigurðsson verði aðalmenn og Regína Hansen og Jóhanna Hreinsdóttir verði varamenn.

Samþykkt samhljóða.

4.Tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2023.

2210029

Tillaga að starf- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2023, lögð fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.

5.Samráðshópur á sviðið velferðarmála-endurnýjaður samningur.

2210030

Lagður er fram til umfjöllunar og staðfestingar endurnýjaður samningur um samráð og samstarf á höfuðborgarsvæðinu um velferðarþjónustu. Fyrri samningur var gerður 12. nóvember 2010 og er fallin úr gildi.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Kjósarhrepps.

6.Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 - kostnaðaráætlun samstarfsverkefna fyrir fjárhagsáætlanagerð

2110017

Lögð fram til kynningar og samþykkis gögn um stöðu á verkefnininu Stafræn umbreyting sveitarfélaga sem hófst 2022 og hlutdeild Kjósarhrepps í áætluðum kostnaði á árinu 2023.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti kostnaðaráætlun verkefnisins.

7.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 17:40.