Fara í efni

Sveitarstjórn

269. fundur 29. desember 2022 kl. 10:00 - 10:20 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk.

2212024

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og 0,22% hækkun útsvarsálagningar. þar sem tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi prósentu mun hækkunin á útsvarshlutafallinu ekki leiða til þess að heildarálögur á skattgreiðendur muni hækka.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir sveitarstjórn Kjósarhrepps að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% umfram það sem áður var ákveðið og verði 14,22%.

Fundi slitið - kl. 10:20.