Fara í efni

Sveitarstjórn

276. fundur 15. maí 2023 kl. 16:00 - 16:50 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir (RHG) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur 2022

2304011

Tekin er til síðari umræðu ársreikningur Kjósarhrepps fyrir árið 2022.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi í A og B hluta var neikvæð um 19.9 millj.kr. þar af í A hluta var niðurstaðan neikvæð um 8.6 millj.kr.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 3.7 millj.kr. fyrir A hluta en jákvæðri niðurstöðu uppá 3.7 millj.kr. fyrir A og B hluta.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 309.7 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam kr. 412.1 millj.kr.

Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 88.3 millj.kr. en í A hluta um 69.5 millj.kr. Stöðugildi hjá sveitarfélaginu voru um 4,3 í árslok.

Íbúar í Kjósarhrepp voru þann 1. desember 2022, 285, sem er fjölgun um 30 íbúa eða um 12% fjölgun frá 1. desember 2021.

Fjármögnunarkostnaður er verulega íþyngjandi í rekstri sveitarfélagsins auk þess sem þjónustutekjur vegna úrgangsmála eru ekki að standa undir þeim aukna kostnaði sem fylgir innleiðingu laga um úrgangsmál.
Samkvæmt bestu vitneskju sveitarstjóra og sveitarstjórnar er ársreikningurinn saminn í samræmi við lög og gefur glögga mynd af eignum og skuldum, fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu A-hluta og samstæðunnar í heild, og að í skýrslu stjórnar komi fram þær upplýsingar sem krafist er.

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki Kjósarhrepps fyrir þeirra framlag til reksturs sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn staðfestir með undirritun sinni ársreikning við síðari umræðu.

Fundi slitið - kl. 16:50.