Fara í efni

Sveitarstjórn

280. fundur 11. september 2023 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
 • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
 • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
 • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
 • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
 • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2

2308002F

 • 1.1 2307014 Myllulækur L232967
  Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Nefndin telur að ekki þurfi að fara í deiliskipulagsvinnu þar sem lóðin stendur stök inná skipulögðu frístundasvæði. Því gilda skilmálar aðalskipulags fyrir frístundasvæði. Að öðru leiti vísar nefndin erindinu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir með Skipulagsnefnd að ekki er þörf á deiliskipulagi á stakri lóð. Endanlegt skipulag liggur ekki fyrir á Ásgarðslandinu þar sem fallið var frá fyrri skipulagsáformum sbr.tilvitnun í afsali. Sveitarstjórn mun ekki standa í vegi fyrir að lóðin hafi vegtengingu en varðandi vatn, hitaveitu og rafmagn þurfa eigendur lóðarinnar að athuga að engin áform eru um uppbyggingu á Ásgarðslandinu að svo stöddu. Eigendur verða því sjálfir að gera ráðstafanir varðandi það.
 • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Gögn lögð fram til kynningar. Kjósarveitur og Leiðarljós hafa óskað eftir frest til að skila inn umsögn. Nefndin samþykkir að veita frest til 13. september nk., nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum áfram til hönnuða. Bókun fundar Lagt fram til kynningar
 • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að F-550 umsókn hafi borist ásamt mæliblæði og afstöðumynd. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar
 • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að F-550 umsókn hafi borist ásamt mæliblæði og afstöðumynd. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar
 • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Nefndin samþykkir að fresta málinu og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum til að vinna málið áfram.
 • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Nefndin samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga með fyrirvara um að kvöðin um aðkomu að Langás 12 verði þinglýst. Nefndin fer fram á að F-550 umsókn um stofnun millispildu til stækkunar á Búðum liggi fyrir. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar
 • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar
 • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Nefndin leggur áherslu á að aðkoma að lóðinni sé tryggð með samþykki hlutaðeigandi landeigenda áður en byggingarheimild verður gefin út. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar
 • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar
 • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 2 Lagt fram til kynningar.
Pálmar yfirgefur fundinn

2.Samningur um skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi

2307010

Lagður er fram til staðfestingar samningur við Landmótun um ráðningu skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps .Samningurinn er til eins árs og uppsegjanlegur með 30 daga fyrirvara.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

3.Samningur um starf byggingarfulltrúa Kjósarhrepps

2309015

Lagður er fram ráðningarsamningur um 60% starf byggingarfulltrúa Kjósarhrepps til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

4.Stofnun verkefnanefndar um girðingamál í Kjósarhreppi.

2309003

Með vísan í 41. gr. Samþykktar um stjórn Kjóarhrepps leggur er lagt til að stofnuð verði verkefnanefnd um girðingamál. Hlutverk nefndarinar er að kortleggja ástand girðinga í Kjósarheppi meðfram þjóðvegi sem og annarsstaðarí sveitarfélaginu. Tilgangur verkefnisins er að draga úr lausagangi búfjár og þeirri hættu og þeim óþægindum sem það kann að valda. Lagt er til að nefndina skipi Brynja Lútersdóttir, Elís Guðmundsson og Ólöf Guðmundsdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

5.Frávikagreining reksturs Kjósarhrepps 2023

2304029

Sveitarstjóri leggur fram rekstraryfirlit síðustu 6 mánaða til yfirferðar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra fyrir kynninguna. Staða sveitarfélagsins er góð miðað við 6 mánaða yfirlit. Rekstrartekjur hafa aukist með fjölgun íbúa og endurskoðun þjónustusamninga er að skila sér í lækkuðum kostnaði.

6.Endurskoðunarþjónusta vegna ársreikninga, tilboð í árlega áætlaða þóknun.

2306040

Farið var í verðkönnun á endurskoðunarþjónustu fyrir sveitarfélagið, leitað var til þriggja fyrirtækja en aðeins bárust tvö tilboð, annars vegar frá KPMG og hins vegar frá PWC. Á grundvelli þessara tilboða er lagt til að tilboði frá KPMG verði tekið.
Sveitarstjórn þakkar fyrirtækjunum fyrir að taka þátt í könnuninni. Niðurstaða sveitarstjórnar eftir að hafa skoðað bæði þjónustuframboð og verð á þjónustu, er að taka tilboði KPMG af hálfu Kjósarhrepps og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við þá. Jafnframt þakkar sveitarstjórn PWC og Örnu Tryggvadóttur endurskoðanda, sérstaklega fyrir langt og farsælt samstarf síðastliðin ár.

7.Þjónustusamningur um rekstur tölvukerfis

2309013

Lagður er fram til staðestingar samningur við Þekkingu-Tristan ehf. um rekstur tölvukerfis Kjósarhrepps.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn.

8.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Leikskólar

2308015

Lögð er fram umsókn um greiðslur vegna námsvistar í grunnskóla utan sveitarfélags.
Samþykkt samhljóða

9.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Leikskólar

2309008

Lögð er fram umsókn um greiðslur vegna námsvistar í grunnskóla utan sveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina

10.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Leikskólar

2309009

Lögð er fram umsókn um greiðslur vegna námsvistar í grunnskóla utan sveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina

11.Jafnréttisáætlun 2023-2027

2306015

Tekin umræðu endurskoðun jafnréttisáætlunar 2019-2023.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við núverandi jafnréttisáætlun en felur sveitarstjóra að leggja hana fyrir starfsfólk sveitarfélagsins til samráðs. Stefnt er að því að taka endurskoðaða jafnréttisáætlun 2023-2027 til staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.

12.Endurskoðun samnings um sorphirðu

2309014

Lagt er til að farið verði í útboð á sorphirðu í samfloti við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða því verði samningi við núverandi þjónustuaðila sagt upp.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna en leggur áherslu á að tímalínan verði þannig að ekki verði rof í þjónustu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

13.Fundargerð 184. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands

14.Fundargerðir 562. og 563. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Fundi slitið.