Fara í efni

Sveitarstjórn

281. fundur 04. október 2023 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
  • Petra Marteinsdóttir varamaður
  • Sævar Jóhannesson (SJ) varamaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 3

2309003F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 3 Nefndin er sammála um að vísa erindinu áfram til sveitastjórnar en bendir jafnframt á að aðgengi að lóðinni samræmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru til aðgengis að íbúðarhúsalóðum. Nefndin bendir einnig á að á lóðinni er frístundarhús sem uppfyllir ekki skilyrði byggingarreglugerðar til íbúðarhúsa. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni varðandi aðgengi að lóðinni og húsakost. Lóðin er hátt yfir sjávarmáli sem gerir aðkomu að henni ennþá erfiðari til þjónustu af hendi sveitarfélagsins. Sveitarstjórn getur ekki orðið vð beiðninni.
    Þórarinn Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 3 Nefndin telur að um óverulega breytingu sé að ræða og samþykkir að grenndarkynna breytinguna skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Bókun fundar Þórarinn Jónsson víkur af fundi.
    Sævar Jóhannesson kemur inná fundinn.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    Sævar yfirgefur fundinn.
    Þórarinn kemur inná fundinn.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 3 Nefndin samþykkir að stofnuð verði ein frístundarlóð með fyrirvara um að hnitsettur uppdráttur með sýnilegri vegtengingu berist. Nefndin bendir einnig á að lóðin skal vera afmörkuð á þann veg að möguleiki verði að bæta við fleiri lóðum með fyrirvara um gerð deiliskipulags þar sem að
    samkvæmt 2.2.2 grein Aðalskipulags Kjósarhrepps skal liggja fyrir deiliskipulag við stofnun nýrra lóða. Nefndin er sammála um að falla frá þessari grein þar sem einungis er um að ræða eina lóð á þessu stigi.
    Bókun fundar Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins þar til hnitsett teikning af vegtengingu liggur fyrir.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 3 Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 3 Lagt fram til kynningar. Lagt er til að sveitarstjórn finni lausn á rofi í girðingu við Hvalfjarðarveg þar sem hefur skapast mikil hætta vegna búfénaðar á vegi. Bókun fundar Sveitarstjórn hefur áhyggjur af umferðaröryggi vegfarenda á þeim stöðum sem girðingar hafa verið rofnar og felur sveitarstjóra að leita álits hjá lögfræðingi um réttarstöðu sveitarfélagsins gagnvart þeim landeigendum sem hafa rofið veggirðingar við Hvalfjarðarveg.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 3 Nefndin telur að full ástæða sé til lækkun hámarkshraða á þessum tilteknu stöðum þar sem hætta getur skapast vegna gangandi vegfarenda. Bókun fundar JH og JÞS víkja af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sigurþór Ingi Sigurðsson tekur við stjórn fundarins.
    Petra Marteinsdóttir kemur inná fundinn.

    Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og leggur til að hámarkshraði verði lækkaður í 30 km á umræddum vegköflum. Sveitarstjóra falið að leita samráðs við Vegagerðina um framkvæmd verkefnisins.

    Petra Marteinsdóttir yfirgefur fundinn.
    JÞH og JH koma aftur inná fundinn, JH tekur við stjórn fundarins.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 3 Nefndin telur að eftirfarandi atriði séu brýn í vetrarþjónustu og óskar eftir því að fulltrúar sveitarfélagsins taki eftirfarandi mál upp á fundinum:
    Aukin þjónusta á Hvalfjarðarvegi, fleiri ferðir og byrjað fyrr á morgnana.
    Snjómokstur á Kjósarskarðsvegi verði samræmdur (frá Mosfellsheiði að Hvalfjarðarvegi).
    Auka hálkuvarnir á vegtengingu við Hvalfjarðarveg.
    Bókun fundar Sveitarstjóri og oddviti munu sækja fundinn fyrir hönd Kjósarhrepps. Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir góðar ábendingar, þær munu verða lagðar fram á fundinum og verður fylgt fast eftir.

    Pálmar yfirgefur fundinn.

2.Fjölskyldu- og menningarnefnd - 2

2309002F

  • 2.1 2306038 Kátt í Kjós 2023
    Fjölskyldu- og menningarnefnd - 2 Nefndin hvetur sveitartjórn til að bæta aðgengi að rafmagni við Félagsgarð og merkja bílastæði fyrir fatlað fólk. Bókun fundar Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir vel heppnaða bæjarhátíð. Sveitarstjórn mun taka tillögu um rafmagnstenginu á túnið við Félagsgarð og merkt stæði fyrir fatlað fólk fyrir í vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 2 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 2 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur vel í verkefnið og mun láta kostnaðarmeta. Sveitarstjóra falið að gera ráð fyrir því í vinnu
    við fjárhagsáætunargerð fyrir árin 2024-2026.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 2 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 2 Nefndin þakkar UMFK fyrir þeirra góða starf og velvilja til æskulýðsins í Kjósinni. Nefndin leggur til að styrkur að upphæð 700.000 verði veitt til UMFK. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir þakkir til U.M.F.K. Sveitarstjórn samþykkir að veita félaginu 350.000 kr. styrk á haustönn 2023 og 700.000 á árinu 2024. Sveitarstjórn fagnar tillögum að heilsutengdu samstarfi í kringum viðburði.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 2 Lagt fram til kynningar.
  • Fjölskyldu- og menningarnefnd - 2 Lagt fram til kynningar.

3.Umsögn um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- MIðbúð 5, Kjós

2309016

Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu, óskar umsagnar vegna umsóknar frá Miðbúð ehf. um gistileyfi í flokki II að Miðbúð 5 í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

4.Breytt skipan í Almannavarnarnefnd Höfuðborgarsvæðisins

2210031

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins skal vera skipuð af einum kjörnum fulltrúa frá hverri sveitarstjórn auk framkvæmdarstjóra sveitarfélaganna. Sveitarstjóri og Sigurþór I. Sigurðsson eru aðalmenn og Regína Hansen og Jóhanna Hreinsdóttir varamenn. Lagt er til að í stað Regínu verði skipaður fulltrúi frá Þ lista.
Lagt er til að Sævar Jóhannesson verði varamaður Þ-listans í Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins fyrir hönd Kjósarhrepps.
Samþykkt samhljóða.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2024

2309028

Sveitarstjórn staðfestir Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2024.

6.Umsókn um Samfélagsstyrk frá Sauðfjárræktarféagi Kjós

2310002

Sauðfjárræktarfélagið Kjós hefur undanfarin ár skipulagt hrútasýningu þar sem stjórn félagsins bókar sauðfjárdómara frá RML og býður svo sauðfjárbændum að koma og láta skoða lömbin sín og deilakostnaði við komu dómara. Einnig eru skoðaðir og dæmdir veturgamlir hrútar sem bændur kjósa aðkoma með og keppa um hreppaskjöldinn eftirsótta. Eftir að skoðun er lokið er raðað upp hæst stiguðu hrútunum í nokkrum mismunandi flokkum og veitt verðlaun fyrir bestu 3 hrúta í hverjum flokki.

Boðið er upp á kaffi og kökur og oft nýta bændur tækifærið til að kaupa álitlega hrúta eða gimbrar af

öðrum bæjum. Sótt er um styrk að upphæð 98.100 kr.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.

7.Umsókn um Samfélagsstyrk frá Frístundabyggð Raðarhverfis

2310003

Í hverfinu er leikvöllur sem vantar öll leiktæki fyrir utan einn sandkassa og borð með bekkjum. Fyrirhugað er að koma fyrir rólum á svæðinu með haustinu. Farið verður í að gera svæðið huggulegt svo að börnin í hverfinu hafi almennilegt og öruggt leiksvæði. Einnig er þetta hugsað sem staður þar sem fólkið í hverfinu sem og gestir og gangandi geti tyllt sér og notið þeirrar fegurðar sem fjörðurinn hefur upp á að bjóða. Allir verða velkomnir á leiksvæðið. Sótt er styrk að upphæð 250.000 kr. til að setja upp rólur.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.

8.Umsókn um samfélagstyrk frá Alexöndru Kuregej

2310004

Sótt er um styrk vegna lokaátaks í menningarhúsinu Síberíu. Sett verður upp varmaskiptadælu kr. 775.000- Lagning hitaveitu og uppsetning ofna 400.000- Samtals sótt um styrk að upphæð 1000.0000 kr.
Markmið samfélagsstyrkja Kjósarhrepps er að styrkja og styðja einstaklinga, frjálsfélagasamtök, stofnanir og hópa. Styrkjunum er ætlað að stuðla að frumkvæði og samheldni í samfélagsverkefnum og virkja þann samfélagsauð sem sveitafélagið býr yfir. Umsóknin uppfyllir ekki þá hugmynd að styrkurinn sé ætlaður þannig að hann gagnist samfélaginu í Kjósarhreppi. Sveitarstjórn getur ekki orðið við beiðninni.

9.Fundargerð 119. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins

2309029

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 74. fundar stjórnar Kjósarveitna

2309037

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð 564. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

2310005

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundagerðir 932. og 933. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga

13.Umsögn innviðaráðuneytisins um álit sveitarstjórnar varðandi sameiningarmál.

2309041

Lagt fram til kynningar.

14.Drög að starfs- og fjárhagsáætlun SSH 2024

2309044

Lagt fram til kynningar.

15.Umsögn SSH við Hvítbók um húsnæðismál

2309002

Lagt fram til kynningar.

16.Ályktun - Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Fundi slitið.