Fara í efni

Sveitarstjórn

283. fundur 29. nóvember 2023 kl. 14:00 - 16:35 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Sævar Jóhannesson (SJ) varamaður
    Aðalmaður: Þórarinn Jónsson (ÞJ)
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Viðauki nr. 1 við fjárhagasáætlun 2023-2026

2310038

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 lagður fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2023.

2.Álagning gjalda 2024 og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar.

2310041

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að álagningu gjalda fyrir árið 2024.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá. Ljóst er að kostnaður vegna innleiðingu nýrra laga um úrgangsmál er að vaxa gríðarlega og mikill halli hefur verið á þeim málaflokki sl. tvö ár. Til að ná utan um þennan kostnað þarf að fara i umtalsverða hækkun á þjónustugjöldum. Sveitartjórn mun leita allra leiða á komandi ári til að ná þessum kostnaði niður og gera það í samráði við íbúa. Stefnt er að íbúafundi í janúar þar sem haft verður samráð um mögulegar leiðir til að draga úr kostnaði.

3.Reglur um þóknun kjörinna fulltrúa Kjósarhrepps.

2311025

Lögð er fram tillaga að uppfærðum reglum um þóknun til kjörinna fulltrúa Kjósarhrepps. Tilgangur tillögunnar er að einfalda útreikning og skýra betur forsendur launa.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur.

4.Fjárhagsáætlun 2024-2027

2308023

Lögð er fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlum Kjósarhrepps 2024-2027.
Fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu.

5.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis

2311016

Lögð er fram umsókn um námsvist utan lögheimilis.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.

6.Breyttur fundartími sveitarstjórnar

2311030

Lagt er til að reglulegur fundur sveitarstjórnar sem hefði átt að vera fyrsta miðvikudag í desember verði færður aftur um eina viku til 13. desember n.k.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:35.