Fara í efni

Sveitarstjórn

308. fundur 10. júlí 2025 kl. 14:30 - 15:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

2506037

Tekin er fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna umsóknar um rekstrarleyfi í flokki II, stærra gistiheimili frá Eyri farm ehf vegna gistingar að Eyri í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

2.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Leikskólar

2507004

Tekin er fyrir beiðni um greiðslur vegna námsvistar í grunnskóla utan lögheimilis frá Soffíu G. Gísladóttur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu þar sem Ásgarðsskóli er ekki með starfsleyfi fyrir næsta skólaár.

3.Umsókn um greiðslur vegna námsvistar utan lögheimilis-Leikskólar

2507005

Tekin er fyrir beiðni um greiðslur vegna námsvistar í grunnskóla utan lögheimilis frá Soffíu G. Gísladóttur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta málinu þar sem Ásgarðdsskóli er ekki með starfsleyfi fyrir næsta skólaár.

Fundi slitið - kl. 15:00.