Fara í efni

Sveitarstjórn

312. fundur 12. nóvember 2025 kl. 16:00 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps

2310018

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4.6.1.gr skipulagsreglugerðar nr. 123/2010 samþykkir sveitarstjórn Kjósarhrepps að auglýsa vinnslutillögu aðalskipulags Kjósarhrepps 2024-2036. Tillagan verður auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum færi á að senda inn athugasemdir til 30. nóvember 2025. Einnig verður tillagan send nágrannasveitarfélögum og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins til kynningar.



Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga 123/2010 í kjölfarið þar sem öllum gefst aftur tækifæri á að koma með athugasemdir.

Jóhanna, Jón Þorgeir, Sigurþór og Þóra samþykkja, Þórarinn situr hjá.

2.Sandslundur 28a - 217636 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2508014

Málið var tekið fyrir á 25. fundi Skipulags- umhverfis- og samgögnunefndar þann 25. september sl.



Eftirfarandi mál var áður tekið fyrir á 24. fundi Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 28. ágús 2025 og staðfest af Sveitarstjórn þann 3.september 2025:

Málið kom aftur fyrir nefndinni 25. september 2025 og þá vilja umsækjendur falla frá fyrri áformum um stofnun lóðarinnar Sandslundur 28C.



Í nýrri umsókn er fallið frá stofnun nýrrar lóðar, einungis er sótt um um breytingu á stærðum lóða og lagfæringu lóðarmarka og snerta ekki landamerki aðliggjandi lóða. s



Sandslundur 15A L220899, verður 18.995,7 m2 - Var fyrir breytingu 9.545 m2.

Sandslundur 28 L215946, verður 24.837,5 m2 - Var fyrir breytingu 33.326 m2

Sandslundur 28A L217636, verður 32.928,5 m2 - Var fyrir breytingu 35.126 m2



Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfesta merkjalýsingu með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýsts eiganda allra lóða og farið verði í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið sem nær til lóðanna Sandslundur 15, 15A, 27, 28, 28A, 28B.



Sama dag og sveitarstjórn tók málið fyrir bárust gögn vegna málsins sem ekki gafst tími til að yfirfara fyrir fundi og því var afgreiðslu málsins frestað.

Í ljósi þess að ný gögn bárust eftir að Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd tók málið fyrir, vísar sveitarstjórn málinu aftur til afgreiðslu í nefndinni.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:00.