Fara í efni

Sveitarstjórn

5. fundur 05. október 2006 kl. 18:54 - 18:54 Eldri-fundur
Ár, 2006 5. okt. Fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði.

Kjör ritara:
Fundarritari kosinn Steinunn Hilmarsdóttir.

Fundargerð verður framvegis rituð á tölvu samkvæmt heimild í sveitarstjórnarlögum.

Mæting:
Sigurbjörn Hjaltason, Hermann Ingílfsson, Steinunn Hilmarsdóttir, G.Oddur Víðisson og Guðmundur Davíðsson

1. Fundagerðir lagðar fram:
1.a Skipulags-og byggingarnefndar frá, 3.okt 2006.
Samþykkt.
Bókun: Varðandi tölulið 4. Afgreiðslu málsins er frestað
Bókun: Varðandi tölulið 6. Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir 4 íbúðarhús á 8,6 ha svæði í landi Morastaða. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, dags. september 2006.
Tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga, að fengnum meðmælum Skipulagsstofnunar, með vísun í 3. tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulags- og byggingarlögum.”
.
1.b Umhverfis og ferðamálanefndar frá, 03.09 2006.
Lögð fram.
Bókun: Varðandi tölulið 2. Samþykkt að Kjósarhreppur gerist aðili að Staðardagsskrá 21

1.c Umhverfis og ferðamálanefndar frá, 26.09.2006.

Lögð fram.
Bókun: Varðandi tölulið 4. Samþykkt að áfram verði unnið að bæjarmerkingum og gerð upplýsingaskilta.
Umhverfis og ferðamálanefnd haldi áfram utan um verkið.

1.d Félags-menningar- og fræðslunefndar, 20.09. 2006.
Lögð fram.
Bókun: Varðandi tölulið 3. Samþykkt að eignast öryggishólf.

2. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram erindi frá Kópavogsbæ varðandi breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Dalsvegar 32
Bókun: Engar athugasemdir gerðar við framlagða breytingartillögu.

2. Gjaldskrá skipulags-og byggingarnefndar.
Lögð fram drög að gjaldskrá.
Bókun; Gjaldskráin er samþykkt og oddvita falið að leggja loka hönd á skrána og auglýsa hana í Stjórnartíðindum.

3. Launakjör framkvæmdastjóra sveitarfélagsins.
(Innkkot; Sigurbjörn vék af fundi, Þórarinn Jónsson tók sæti í hreppsnefnd)
Bókun; Á grundvelli framlagðra tíma og aksturs mæling oddvita og samanburð við önnur sveitarfélög er samþykkt að launakjör framkvæmdastjóra sveitarfélagsins verði eftirfarandi frá og með 15.06.2006.

Mánaðarlaun
260.000
Akstur pr. mán
60.000
Símakostnaður pr.mán
10.000

Bókun: Í ljósi tillögu meirihlutans um launakjör framkvæmdastjóra telja fulltrúar K-listans rétt að láta kanna hvort tilefni sé til ráðningar sveitastjóra.

4. Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins.
Fyrir liggur rökstuðningur fyrir óverulegulegri breytingu á Svæðaskipulaginu
Bókun; Samþykkt að framlögð tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins dags. 04.10.2006. Tillagan felur í sér að gerð er breyting á svæðisskipulaginu þannig að tillaga að Aðalskipulagi Kjósarhrepps falli að því. Leitað verði eftir samþykki annarra sveitarfélaga og skipulagsstofnunar og tillagan auglýst með Aðalskipulagi Kjósarhrepps.

6. Aðalskipulag Kjósarhrepps.
Bókun; Hreppsnefnd samþykkir tillögu Aðalskipulags Kjósarhrepps 2005-2017 til auglýsingar samkvæmt 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga 73/1997.
Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til athugunar samkvæmt 2. mgr. 17. gr. sömu laga. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var á þá leið að tillagan geti fullnægt kröfum um aðalskipulag, verði tekið tillit til athugasemda stofnunarinnar. Að öðrum kosti ber sveitarstjórn að birta athugasemdir Skipulagsstofnunar með tillögunni á auglýsingartíma. Hreppsnefnd tók tillit allra athugasemda Skipulagsstofnunar að undanskildum athugasemdum 1. og 2. mgr. undir liðnum Landbúnaðarsvæði – búgarðabyggð. Þær eru því birtar með tillögunni á auglýsingartíma. Tillagan er auglýst með fyrirvara um samþykki umhverfisráðherra um undanþágu frá lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Oddvita falið að gera orðalagsbreytingar á texta greinagerðarinnar.

Fundi slitið kl.23.53.
Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir