Fara í efni

Sveitarstjórn

7. fundur 13. desember 2006 kl. 18:55 - 18:55 Eldri-fundur

Ár, 2006 13.desember. Fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði. kl.20.00
Mæting: Sigurbjörn, Hermann, Steinunn, Guðný og Guðmundur.

Dagsskrá:
1. Fundargerðir nefnda; Skipulags-og byggingarnefnd frá 28.11.2006
Afgreiðsla: Fundargerð samþykkt.

Bókun: Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir deiliskipulag fyrir frístundarbyggð í landi Eyja1. Tillagan, sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. febrúar 2006 og endurbættum uppdrætti og greinargerð dags 27.sept og 10. okt 2006. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.11. 2006 og samþykki skipulags-og byggingarnefndar Kjósarhrepps sama dags liggur fyrir.
Málsmeðferð verði í samræmi við 3. og 4. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga

Menningar-fræðslu og félagsmálanefnd frá 13.11 og 29.11.2006
Afgreiðsla: Fundargerðir samþykktar.
Erindisbréf fyrir nefndina samþykkt.

Umhverfis-og ferðamálanefnd frá 21.11.2006.
Fundargerðin lögð fram.

2. Samþykkt um meðhöndlun sorps, önnur umræða.
Afgreiðsla: Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Kjósarhreppi er samþykkt og verði birt í Stjórnartíðindum.

3. Stefnumörkun varðandi sorpmál lögð fram og kynnt.

4. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Erindi frá Kópavogsbæ dags.16.11 og erindi frá Garðabæ dags. 16.11 um óverulegar breytingar á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla: Engar athugasemdir gerðar.

5. Ákvörðun útsvarshlutfalls.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt útsvarshlutfall fyrir 2007, 13.03%

6. Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2007 fyrri umræða.

7. Önnur mál
Heilbrigðiseftirlitsgjöld.
Afgreiðsla: Samþykkt að innheimta 50% af eftirlitsgjöldum, samkvæmt gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Kjósasvæðis fyrir árið 2006.

Fundi slitið kl.00.42
Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir