Fara í efni

Sveitarstjórn

10. fundur 01. mars 2004 kl. 18:59 - 18:59 Eldri-fundur

Fundargerð 01.03.04.2004.

Hreppsnefnarfundur haldinn 01.03.04.í Félagsgarði kl.15.30.

Mætt á fundinn Guðmundur,Hlöðver,Guðný,Gunnar og Anna Björg.

1. Hreppsnefnd samþykkir að taka þátt í Staðardagskrá 21 fyrir fámennar sveitir.
En með þeim fyrirvara að vinna sé samræmd við gagnaöflun vegna aðalskipulags og samþykktri kostnaðaráætlun sem eftir á að leggja fram.

2. Lagt fram bréf frá óbyggðarnefnd um þjóðlendur á Suðvesturlandi.
Hreppsnefnd samþykkir að boða til fundar með landeigendum sem málið varðar þegar nánari gögn hafa borist.

3. Lagðar fram fundargerðir skólanefndar frá 10.02.04. og 17.02.04. þar sem rætt
var um fyrirkomulag skólaaksturs haustið 2004.

4. Lagðar fram fundargerðir Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 24.02.04. og
26.02.04. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og
mengunarvarnareftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

5. Lögð fram fundargerð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá
09.02.2004.

6. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 23.02.04.

7. Lagt fram deiliskipulag frístundarhúsabyggðar í landi Háls í Kjósarhreppi.
Unnið af Landlínum í feb.2004.
Hreppsnefnd samþykkir deiliskipulagið.

8. Hreppsnefnd samþykkir að fella niður leitargjald á mink en jafnframt hækka
Verðlaun fyrir unninn mink í 4000 krónur
.
Fundi slitið kl.19.30.

Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hlöðver Ólafsson
Anna Björg Sveinsdóttir.