Fara í efni

Sveitarstjórn

11. fundur 05. apríl 2004 kl. 08:54 - 08:54 Eldri-fundur
Fundargerð 05.04.2004.

Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 05.04.04. kl.15.30.
Mætt á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.

1. Farið yfir vegvísa í Kjósarhreppi sem eru í vinnslu hjá umhverfisnefndinni og henni veitt heimild til að klára verkið.
2. Bréf barst frá eigendum jarðarinnar Eyri í Kjós þar sem óskað er eftir því að jörðin sé tekin út úr skráningu til hefðbundins landbúnaðar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

3. Bréf barst frá Eyjabergi ehf. þar sem óskað er eftir samþykki sveitarstjórnar
til þess að selja sumarhúsalóðir úr jörðinni Eyjum II.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

Önnur mál.
Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 09.03.04. Hermann vék af fundi.
Hreppsnefnd samþykkir að skólanefndin gangi til samninga við
núverandi skólabílstjóra.
Lögð fram fundargerð búfjáreftirlitsnefndar Reykjavíkur,Mosfellsbæjar,
Kjósarhrepps og Seltjarnarnesbæjar frá 15.03.04.

Fundi slitið kl.19.00.
Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir.