Fara í efni

Sveitarstjórn

12. fundur 03. maí 2004 kl. 08:55 - 08:55 Eldri-fundur
Fundargerð 03.05.2004.

Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 03.05.04.
Mætt á fundinn Guðmundur, Hermann, Jón, Gunnar Leó og Anna Björg.

1. Lögð fram fundargerð skólanefndar frá 20.04.04. Hreppsnefnd ákveður að styrkja börnin í Ásgarðsskóla til skólaferðartil Vestmannaeyja í vor. Oddvita og formanni skólanefndar falið að finna lausn lóðamálum Ásgarðsskóla.

2. Lögð fram fundargerð S.S.H.frá 05.04.04.

3. Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 20.04.04.

4. Hreppsnefnd samþykkir að veita foreldrafélagi Klébergsskóla styrk vegna óvissuferðar,sömu upphæð og á sl.ári.

5. Borist hefur umsókn um endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir Kaffi Kjós. Oddvita falið að ganga frá leyfinu þegar viðkomandi gögn liggja fyrir.

Önnur mál:
Umræður um gámaplanið fóru fram.
Sveitarstjórn samþykkir að senda Norðuráli tilmæli um vegna stækkunar verksmiðjunar,verði uppgröftur notaður til að byggja jarðvegsmön sjávarmegin við verksmiðjuna til að minnka sjónmengun.

Sveitarstjórn samþykkir að senda RARIK bréf varðandi spennufalls á rafmagni og ósk um þriggjafasa rafmagn í Kjósarhrepp.

Fundi slitið kl 19.00
Guðmundur Davíðsson
Jón Gíslason
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir