Fara í efni

Sveitarstjórn

13. fundur 08. júní 2004 kl. 08:56 - 08:56 Eldri-fundur

Fundargerð 8.6.2004.

Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 8.6.2004.Kl.20.30
Mætt á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.

1. Lagður fram kaupsamningur að jörðinni Eyrarkoti í Kjósarhreppi.
Kaupendur eru Sigurbjörn Hjaltason og Bergþóra Andrésdóttir.
Seljandi er Steinunn B.Geirdal.
Sveitarstjórn hafnar forkaupsrétti.

2. Borist hefur bréf um ósk um að styrkja Snorraverkefnið .
Sveirarstjórn ákverður að styrkja verkefnið um 15.000 kr.

3. Borist hefur bréf frá sumarbústaðareigendum við Flekkudalsveg um vegabætur. Sveitarstjórn styður vegabætur á Flekkudalsvegi eins og á öðrum vegum í Kjósarhreppi.Sveitarstjórn hefur verið í viðræðum við Vegagerðina og þingmenn um vegamál í hreppnum.

4. Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 1.06.2004

5. Lögð fram fundargerð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 3.05.2004.

Önnur mál :
Sveitarstjórn samþykkir bókun um þjóðlendumál.
,, Sveitarstjórn Kjósarhrepps lýsir furðu sinni á kröfum fjármálaráðherra fh. ríkisins um þjóðlendur í Kjósarhreppi m.a. á þeim forsendum að í bréfi til sýslumanns Kjósarsýslu dagsett 14.12.1978 benda Oddur Andrésson og Tryggvi Einarsson á að engir afréttir hafi verið til í Kjósarsýslu og öll lönd innan sýslunnar hafi fylgt ákveðnum jörðum."

Borist hefur svarbréf RARIK við bréf sveitarstjórnar um spennufall á rafmagni og ósk um þriggjafasa rafmagns dreifikerfi, þar sem segir að unnið sé að úrbótum á dreifikerfinu og er í gangi úttekt verkfræðistofu á spennusveiflum í dreifikerfinu og er niðurstaða væntanleg
fljótlega.

Fundi slitið kl. 00.15.
Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir.
........................Til baka á síðu Hreppsnefndar

Fundargerð 21.06.2004.
Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 21.06.2004.Kl.20.30.
Mætt á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.
1. Farið yfir kjörskrá vegna forsetakosninga 26.06.2004. og var hún samþykkteins og hún liggur fyrir.

2. Guðmundur Davíðsson var endurkjörinn oddviti.

3. Tengiliðir vegna aðalskipulags í Kjósarhreppi voru tilnefndir af sveitarstjórn þeir Gunnar Leó Helgason og Hermann Ingólfsson og til vara Guðný Ívarsdóttir og Anna Björg Sveinsdóttir.

4. Lagt fram bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga þar sem sveitarstjórn er boðuð á kynningarfund um sameiningarkosti ásamt fulltrúum frá Reykjavík og Mosfellsbæ.
Önnur mál:

Borist hefur bréf frá stjórn Valshamars félags sumarhúseigenda í Eilífsdal, þar sem farið er fram á að Kjósarheppur leggi fram fjárstyrk til byggingar nýrrar brúar yfir Dælisá.
Sveitarstjórn hafnar beiðninni þar sem Kjósarhreppur hefur ekki lagt fé í sumarbústaðavegi.


Fundi slitið kl. 23.00.

Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir.