Fara í efni

Sveitarstjórn

16. fundur 06. september 2004 kl. 08:58 - 08:58 Eldri-fundur
Fundargerð 6.9.2004.

Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 6.9.2004.kl.15.30.

Mætt á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.

1. Lögréttir verða í Hækingsdal.
aa1.Rétt sunnudaginn 19.september kl.16.
aa2.Rétt sunnudaginn 10.október kl.16.
Réttarstjóri var skipaður Guðbrandur Hannesson.

2. Lögð fram fundargerð Búfjáreftirlitsnefndar Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnes og Kjósarhrepps frá 16.ágúst.

3. Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 17.ágúst.

4. Lagðar fram lokaskýrslur vegna flokkunar vatna á Kjósarsvæði.
Hreppsnefnd lýsir ánægju sinni með góða útkomu á vatnasvæði í Kjósarhreppi.
Hreppsnefnd telur að mikilvægt sé að viðhalda hreinleika vatnsins í Kjósarhreppi.

5. Borist hefur bréf varðandi öryggisbúnað í skólabílum. Sveitarstjórn telur að öryggisbúnaði sé fullnægt í skólabílum sem aka fyrir Kjósarhrepp.

Fundi slitið kl. 18.30.


Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir