Fara í efni

Sveitarstjórn

17. fundur 25. október 2004 kl. 08:59 - 08:59 Eldri-fundur
Fundargerð 04.10. 2004.

Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 4.10.2004.kl.15.30.

Mætt á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.

1. Umræða um aðalskipulag fór fram og farið yfir vegamál í hreppnum.
Ákveðið að leggja áherslu á tvöföldun Laxárbrúar á Hvalfjarðarvegi.
Áframhaldandi uppbyggingu á tengivegum í hreppnum með varanlegu slitlagi.
Umhverfisnefnd er að vinna að reiðvegamálum í hreppnum í samráði við landeigendur.

2. Lagðar fram fundargerðir skólanefndar frá 17.05.2004,18.08.2004 og 20.9.2004.
Hreppsnefnd samþykkir tillögu skólanefndar um 60.þúsund kr.til bókakaupa.
Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 21.09.2004.
Lagðar fram fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 6.09.2004,13.09.2004.og 20.09.2004.

Lögð fram fundargerð Skipulags-og byggingarnefndar frá 27.09.2004.
Lögð fram fundargerð Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 24.09.2004.
Lögð fram fundargerð Búfjáreftirlitsnefndar,Reykjavíkur,Mosfellsbæjar,
Kjósarhrepps og Seltjarnarnesbæjar frá 29.09.2004.

3. Guðmundur Davíðsson var kosinn fulltrúi Kjósarhrepps á landsþing samband
íslenskra sveitarfélaga sem haldið er 26.11.2004.
Varamaður var kosinn Gunnar Leó Helgason.3. Ákveðið að halda áfram með tvær ferðir í viku í félagsstarf aldraðra í
Mofellsbæ.
Einnig var samþykkt að bjóða upp á akstur í félagsmiðstöð unglinga í
Fólkvangi á Kjalarnesi einu sinn í viku til reynslu.

Önnur mál:
Lagt fram bréf frá umhverfis-og ferðamálanefnd frá 4.10.2004.
Lagt fram bréf frá Ólafi I. Halldórssyni skipulags-og byggingarfulltrúa Kjósarhrepps til kynningar.

Fundi slitið kl.19.30.

Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Guðný Ívarsdóttir
Anna Björg Sveinsdóttir.