Fara í efni

Sveitarstjórn

36. fundur 04. júlí 2005 kl. 09:18 - 09:18 Eldri-fundur
Fundargerð 04.07.2005
Hreppsnefndarfundur var haldinn í Félagsgarði 04.07.2005 kl. 20:00.

Mætt voru á fundinn Guðmundur, Hermann, Guðný, Gunnar Leó og Anna Björg.

1. Guðmundur Davíðsson var endurkjörinn oddviti.

2. Seinni umræða um ársreikninginn fór fram og var reikningurinn undirritaður og samþykktur.
Í ársreikningi Kjósarhrepps kemur fram að tekjur sveitarfélagsins eru hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
Einnig kemur fram að gjöld hafa farið fram úr áætlun fyrst og fremst í tveimur málaflokkum, það er í hreinlætis- og heilbrigðismálum og skipulags- og byggingamálum.

Sveitarstjórn telur einsýnt að koma þurfi til hækkunar sorphirðugjalda þar sem stöðug aukning er á magni sorps sem fellur til í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að endurskipuleggja þurfi fyrirkomulag sorphirðumála í sveitarfélaginu.
Varðandi skipulags- og byggingarmál hefur kostnaður við aðalskipulagsgerð í hreppnum farið langt fram úr áætlun.
Samþykkt var að fulltrúar sveitarstjórnar fari yfir forsendur tilboðs um gerð aðalskipulags með verktakanum.

3.
Teknar voru fyrir umsóknir um skráningu lögheimilis í sumarhúsum í Kjósarhreppi.
Sveitarstjórn hafnar skráningu lögheimilis í sumarhúsum þar sem slíkt samræmist ekki byggingar- og skipulagslögum.

4.
Lögð var fram fundargerð skólanefndar frá 13.04.2005.
Lagðar voru fram fundargerðir heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 24. maí og 14. júní 2005.
Lögð var fram fundargerð S.S.H. frá 06.06.2005.
Lögð var fram fundargerð Svæðisskipulagsráðs S.S.H. frá 27.maí 2005.
Lögð var fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps frá 30.maí 2005.

Sérbókun:
Hermann Ingólfsson leggur fram sérbókun:
„Geri athugasemd um að fundargerðir skipulags- og bygginganefndar séu ekki undirritaðar."

Önnur mál:
Lagt var fram til kynningar deiliskipulag að Ennishverfi í landi Háls í Kjós.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Samþykkt var að marka stefnu um fiskeldi í Hvalfirði í greinargerð aðalskipulag Kjósarhrepps.

Fundi slitið kl. 00.35.

Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir.