Fara í efni

Sveitarstjórn

37. fundur 12. júlí 2005 kl. 09:19 - 09:19 Eldri-fundur
Fundargerð 12.07.2005.
Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 12.07.2005.kl.20.00.

Mætt voru á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og
Anna Björg.

1.
Lögð var fram þriggja ára fjárhagsáætlun 2006-2008 og var hún samþykkt.

2. Lögð var fram fundargerð byggingar og skipulagsnefndar frá 27.07.2005.

3. Fulltrúar hreppsnefndar fóru á fund Sigurbjargar Áskelsdóttur í Landlínum.
Fram kom á fundinum að vinna við gerð aðalskipulagsins hefur orðið mun meiri er gert var ráð fyrir meðal annars vegna mikilla viðbragða landeiganda.

Önnur mál:
Ákveðið að óska eftir fundi með Emax um uppbyggingu á þráðlausu netsambandi í sveitarfélaginu.

Lagt fram bréf frá Ástríði Sigurrósu Jónsdóttur varðandi umgengni um fjöru og byggingar við Meðalfellsvatn.

Fundi slitið kl.23.30.

Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir.