Fara í efni

Sveitarstjórn

41. fundur 12. september 2005 kl. 09:21 - 09:21 Eldri-fundur
Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 12.09.2005.

Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 12.09.2005.kl.20.00.
Mætt á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.

1. Oddvita falið að svara bréfi Lex-Nestor ehf. lögmannsstofu varðandi skráningu
lögheimilis í sumarhúsi í samráði við lögmann hreppsins.

2.a Lagðar fram fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
frá 15.08.2005 og 05.09.2005.

b
Lagðar fram fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 09.07.2005 og
09.08.2005.

c Lögð fram fundargerð byggingar og skipulagsnefndar frá 29.08.2005.

Önnur mál:
Bókun hreppsnefndar varðandi þorskeldi:
,,Sveitarstjórn mótmælir hugmyndum um stórfellt þorskeldi í Hvalfirði og bendir
á hugsanlega röskun á lífríki fjarðarins.Í Hvalfjörðinn renna þrjár laxveiðiár og
getur væntanlegt þorskeldi truflað laxinn á leið sinni til og frá
hrygningarstöðvum.

Þorskeldinu mun auk þess fylgja sjónmengun,ákveðin mengun frá fóðrun og
aukning vargfugls sem sækir í fóðrið en honum getur fylgt smithætta.
Sveitarstjórn vill einnig benda á nauðsyn þess að tekin verði upp skipulag
Hvalfjarðar innan grunnlínu til að forðast megi skipulagslausa niðursetningu
sjókvía á fjörðinn."

Fundi slitið kl. 23.30.
Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson