Fara í efni

Sveitarstjórn

42. fundur 11. október 2005 kl. 09:21 - 09:21 Eldri-fundur
Fundargerð 11.10.2005

Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 11.10.2005 kl.20.00.

Mætt á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.

1. Lögð fram sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020 sem unnin var fyrir sveitarfélögin frá Gilsfjarðarbotni í vestri og að Markarfljóti í austri.
Hreppsnefnd Kjósarhrepps staðfestir svæðisáætlunina.

2.a Lögð fram fundargerð Heilbrigðieftirlits Kjósarsvæðis frá 13.09.2005.

b. Lögð fram fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 10.10.2005 þar sem lagt var fram nýtt skipulag af lóð undir veiðihús við Laxá í Kjós. Sveitarstjórn bendir á að núverandi rotþró fyrir Ásgarðsskóla er innan byggingarreits fyrir veiðihúsið.Sveitarstjórn fer fram að lausn verði fundin á málinu.

c. Lögð fram fundargerð Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 03.10.2005.

3. Farið yfir aðalskipulag Kjósarhrepps.Fundi slitið kl. 23.20.
Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir.