Fara í efni

Sveitarstjórn

45. fundur 07. nóvember 2005 kl. 09:23 - 09:23 Eldri-fundur
Fundargerð 07.11.2005.

Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 07.11.2005.kl.15.30.
Mætt á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.

1. Lögð fram fjárhagsáætlun og gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.
Fjárhagsáætlunin og gjaldskráin samþykkt.

2. a. Lögð fram fundargerð Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 18.10.2005.
b. Lögð fram fundargerð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
frá 03.10.2005.
c. Lögð fram fundargerð búfjáreftirlitsnefndar Reykjavíkur,Mosfellsbæjar,
Kjósarhrepps og Seltjarnarnesbæjar frá 14.10.2005.
d. Lögð fram fundargerð skipulags og byggingarnefndar frá 10.10.2005.

3. Lögð fram fjárhagsáætlun búfjáreftirlits á svæði 1 og var hún samþykkt.

4. Borist hefur bréf frá Óskari Páli Sveinssyni þar sem hann óskar eftir
lögheimili í sumarhúsi.
Oddvita falið að sjá um málið í samræmi við bókun hreppsnefndar frá 05.09.2005.

5. Farið yfir drög að aðalskipulagi í Kjósarhreppi.

Fundi slitið kl. 19.00.
Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir