Fara í efni

Sveitarstjórn

52. fundur 02. september 2002 kl. 09:28 - 09:28 Eldri-fundur

Fundargerð 02.09.02

Fundur í hreppsnefnd haldinn í Félagsgarði 2. september 2002.
Mætt voru á fundinn Guðmundur, Hermann, Guðný, Gunnar og Anna Björg.

1. Hreppsnefnd hefur sent skólastjóra upp kast af starfslokasamning og einnig boðið hana til viðræðna vegna starfslokasamnings. Skólastjóri hefur hafnað hvoru tveggja. Ennþá hefur skólastjóri ekki skilað lyklum af íbúð í Ásgarðsskóla. Hreppsnefnd hefur ákveðið í samráði við lögfræðing hreppsins að senda skólastjóra tölvupóst um að hún skili lyklum af íbúð og skólahúsnæði. Hreppsnefnd samþykkir að fela lögfræðingi hreppsins að innheimta áður greidda upphæð samkvæmt samkomulagi sem gert var 29. maí 2002 þar sem skólastjóri sagði upp störfum sem skólastjóri Ásgarðsskóla frá og með 27. júlí 2002.

2. Fyrirspurn barst á fundinn um afsöðu sveitasjórnar um skólasókn tveggja barna í Klébergsskóla úr Ásgarðsskóla. Málinu frestað.

3. Lögréttir verða í Hækingsdal:
1. rétt sunnudaginn 22.september kl.16.00
2. rétt sunnudaginn 13 október kl. 16.00
Réttarstjóri var skipaður Guðbrandur Hannesson.

4. Skipaðir í Almannavarnanefnd K.M.R.S. fyrir Kjósarhrepp, er Hermann Ingólfsson og Aðalsteinn Grímsson.

5. Skipaður í aðgerðastjórn K.M.R.S. fyrir Kjósarhrepp er Ólafur Halldórssom. Til vara er Kristján Finnsson.

6. Bréf barst frá Landbúnaðarráðuneytinu um reglugerð um búfjáreftirlitssvæði. Oddvita falið að sjá um málið.

Fleira ekki bókað.

Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Anna Björg Sveinsdóttir
Guðný G. Ívarsdóttir
Hermann Ingólfsson