Fara í efni

Sveitarstjórn

53. fundur 07. október 2002 kl. 09:29 - 09:29 Eldri-fundur
Fundargerð 07.10.02

Fundur í hreppsnefnd haldinn í Félagsgarði 7. september 2002.
Mætt voru á fundinn Guðmundur, Hermann, Guðný, Gunnar og Anna Björg.

1.
Tilnefndir í fulltrúaráð S.S.H. eru Anna Björg Sveinsdóttir og Hermann Ingólfsson.

2. Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir breytingu á fyrirkomulagi launagreiðslu á fundum heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis þ.e. að laun nefndarmanna greiðist af heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis.

3. Sveitastjórn samþykkir að lýsa sveitafélagið kjarnorkuvopnalaust sveitafélag.

4. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar kjósarsvæðis frá 17. september 2002.

5. Sveitasjórn barst fyrirspurn frá skólanefnd vegna flutnings tveggja nemenenda úr Ásgarðsskóla í Klébergsskóla. Ekkil liggur fyrir formleg umsókn um flutning barnanna úr skólanum og óskar skólanefnd eftir stefnu sveitastjórnar um þessi mál. Sveitastjórn samþykkir að farið verði fram á skriflegar umsóknir frá forráðamönnum barnanna. Umræðu frestað.

Fleira ekki bókað.

Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Anna Björg Sveinsdóttir
Guðný G. Ívarsdóttir
Hermann Ingólfsson