Fara í efni

Sveitarstjórn

62. fundur 03. febrúar 2003 kl. 09:33 - 09:33 Eldri-fundur
Fundargerð 03.02.03

Hreppsnefndarfundur haldinn 3. febrúar í Félagsgarði kl.15.30. Mættir á fundinn voru Guðmundur, Gunnar, Kristján, Hermann og Guðný.

1. Oddviti lagði fram fjárhagsáætlun 2002 á nýju reikningsskilaformi til samþykktar og var hún samþykkt.

2. Ákveðið var að reyna að fá Guðmund Snorrason endurskoðanda Kjósarhrepps til frekari kynningar á áætlun 2003.

3. Beiðni kom frá Jóni Höskulssyni fyrir hönd Lúthers Ástvalssonar um meðmæli fyrir hann vegna kaups á Þrándarstöðum. Í henni felst að hreppsnefnd mælir með því að ábúandi kaupi Ríkisjörð.Samþykkt.
Oddvita falið að senda meðmælin.


4.
Kynntar voru girðingartillögur frá Reykjavíkurborg.

Fundi slitið kl. 17.00.

Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Kristján Finnson
Guðný G. Ívarsdóttir
Hermann Ingólfsson