Fara í efni

Sveitarstjórn

63. fundur 03. mars 2003 kl. 09:33 - 09:33 Eldri-fundur
Fundargerð 03.03.03

Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 3. mars 2003 kl.15.30. Mættir á fundinn voru Guðný, Hermann, Gunnar, Guðmundur og Anna Björg. Einnig mætti á fundinn Örn Viðar Erlendsson.

1.
Örn Viðar kom og kynnti hreppsnefnd tillögur og rekstrarkostnað við vefsíðugerð fyrir Kjósarhrepp. Guðnýju falið að kanna og fylgja málinu eftir.

2. Lagt fram bréf frá Kvennfélagi Kjósarhrepps vegna húaleigu á Félagsgarði. Samþykkt að veita kvennfélaginu 15.000 króna styrk vegna þorrablóts Kvennfélagsins 2003.

3. Borist hefur bréf frá Ferðamálasamtökum Mýra-Borgarfjarðasýslu um styrk vegna korts sem gefið er út af Hvalfjarðarsvæðinu í heild. Samþykkt að veita 15.000 króna styrk.

4. Hreppsnefnd hefur ákveðið að hækka sorpgjald um 10%.

Fundi slitið kl.18.30.

Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Anna Björg Sveinsdóttir
Guðný G. Ívarsdóttir
Hermann Ingólfsson