Fara í efni

Sveitarstjórn

64. fundur 06. apríl 2003 kl. 09:34 - 09:34 Eldri-fundur
Fundargerð 06.04.03

Fundur í hreppsnefnd haldinn í Félagsgarði 6. apríl 2003 kl. 20.30.
Á fundinn mættu Guðný, Hermann, Gunnar, Guðmundur og Anna Björg.

1. Samþykkt að veita Hvammsvík ehf. Vínveitingarleyfi til 4 ára, þar sem fullnægjandi gögn liggja fyrir.

2. Í ljósi nýju barnaverndarlaganna nr. 80/2002 uppfyllir Kjósarhreppur ekki skilyrði um íbúafjölda í sveitafélagi að baki hverri barnaverndarnefnd. Hreppsnefnd óskar eftir við Mosfellsbæ að þeir sjái um barnaverndarnefnd fyrir Kjósarhrepp.

3.
Lögð fram kauptilboð í lóðirnar Lækjarbraut 2 og 4.

4.
Ákveðið að styrkja Foreldrafélag Klébergsskóla um 10.000 krónur.

5. Lagt fram bréf frá Kvenfélagi Kjósarhrepps þar sem félagið er tilbúið að leggja til 200.000 krónur til framkvæmda í eldhúsi í Félagsgarði. Oddvita falið að svara bréfinu.

6. Lögð fram fundargerð undirbúningsnefndar búfjárnefndar um fyrirkomulag búfjáreftirlits Mosfellsbæjar, Kjósar og Seltjarnanes.

7.
Lögð fram fundargerð fulltrúaráðs S.S.H.

8.
Lagt fram til kynningar tilboð frá Landslagi ehf. um aðalskipulag fyrir Kjósarhrepp. Áætlaður heildarkostnaður 3.629.000 krónur m/vsk. Ákveðið að kanna betur fleiri tilboð.

Fundi slitið kl. 23.30.

Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Anna Björg Sveinsdóttir
Guðný G. Ívarsdóttir
Hermann Ingólfsson