Fara í efni

Sveitarstjórn

65. fundur 05. maí 2003 kl. 09:34 - 09:34 Eldri-fundur
Fundargerð 05.05.03

Fundur í hreppsnefnd haldin í Félagsgarði 5. maí 2003 kl.15.30.
Á fundinn mættu Guðmundur, Hermann, Gunnar og tveir varamenn, Hlöðver og Kristján.

1. Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir mætti á fundinn og útskýrði tilboð sitt í gerð aðalskipulagsfyrir Kjósarhrepp. Einnig mætti Oddur Víðisson.

2.
Farið yfir kjörskrá fyrir kosningar 10. maí næstkomandi. Ekki gerðar athugasemdir við hana eins og hún er lögð fyrir.

3. Bréf frá Menntamálaráðuneyti: Ekki fallist á að veita undanþágu 8 og hálfs mánaða skólatíma skólaárið 2003-2004 í Ásgarðsskóla vill Menntamálaráðuneytið fá sterkari rök vegna óskar um undanþáu. Málinu vísað til skólanefndar.

4.
Bréf frá Heilbrigðisráðuneyti um að stjórnir heilsugæslustöðva eru lagðar niður.

5.
Bréf frá Alnæmissamtökum Íslands: Beiðni um styrk til fræðslu í grunnskólum. Beiðni hafnað.

6. Kynnt bréf frá umhverfisnefnd.

7.
Rætt um að koma betra skipulagi á bókhald hreppsins. Æskileg er að aldrei sé meira en einn mánuður óbókaður.

8.
Rætt um að skipuleggja þyrfti fleiri lóðir undir íbúðabyggð.

Fundi slitið kl.18.40.

Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Kristján Finnsson
Hlöðver Ólafsson