Fara í efni

Sveitarstjórn

73. fundur 01. desember 2003 kl. 09:38 - 09:38 Eldri-fundur

Fundargerð 1.12 .2003.

Hreppsnefnarfundur haldinn í Félagsgarði 1.12.2003. kl.15.30.

Mættir á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.1. Haldinn var fundur með landeigendum Valdastaða og Grímsstaða vegna gjafabréfs um lóð Ásgarðsskóla.

Landeigendum kynntar hugmyndir hreppsnefndar um breytt skólahald
í Kjósarhreppi. Oddviti,skólanefndarformaður og skólastjóri Ásgarðsskóla áttu fund með
skólastjóra Klébergsskóla til að kynna hugmyndir um að öll grunnskólabörn í Kjósarhreppi hefji nám í Klébergsskóla haustið 2004 á grundvelli samkomulags Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar um
Klébergsskóla.

Hreppsnefnd samþykkir að senda fræðslunefnd Reykjavíkurborgar
formlegt bréf þessa efnis.

Ákveðið að halda sameiginlegan fund með hreppsnefnd, skólanefnd og
öllum starfsmönnum Ásgarðsskóla.2. Hreppsnefnd samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir 2004-2006.

3. Útsvarsprósenta fyrir árið 2004 var ákveðin 13,03%.

4. Umræða um gerð fjárhagsáætlunar 2004 fór fram.

5. Lagt fram til kynningar aðalskipulag fyrir Hvalfjarðarstrandarhrepp.
Oddvita falið að senda inn athugasemdir.


Fundi slitið kl.19.45.

Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir